Erlent

Norður-Kóreumenn iðnir við kolann

Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í gær að þeir hefðu stækkað kjarnavopnabúr sitt svo að þeir gætu varist árásum óvina sinna. Forsætisráðherra landsins er staddur í Kína þar sem hann ræðir við þarlenda ráðamenn. Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nýfarinn þaðan. Suður-Kóreumenn eru Bandaríkjamönnum reiðir fyrir að hafa dylgjað um að Norður-Kóreumenn hafi selt Líbíumönnum geislavirk efni til kjarnavopnasmíði án þess að rökstyðja mál sitt nægilega vel. Þeir telja að ásakanirnar hafi valdið því að Norður-Kóreumenn sögðu sig frá viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×