Erlent

Stjórnarkreppa í Eistlandi

Flokkarnir þrír, sem myndað hafa ríkisstjórnarmeirihlutann í Eistlandi síðustu tvö árin, sátu í gær að samningaviðræðum um myndun nýrrar stjórnar eftir að forsætisráðherrann Juhan Parts baðst óvænt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Það gerði hann á mánudag, í kjölfar þess að vantraustsyfirlýsing á dómsmálaráðherrann var samþykkt í þinginu. Hugsanlegur arftaki Parts á forsætisráðherrastólnum, takist sömu þremur flokkum að endurnýja stjórnarsamstarfið, er Andrus Ansip, formaður Umbótaflokksins og efnahagsmálaráðherra í fráfarandi stjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×