Erlent

Framlengja líf konunnar

Bandaríkjaþing samþykkti í morgun lög sem framlengja líf heilaskaddaðrar konu. Terri Schiavo er alvarlega heilasködduð eftir hjartaáfall fyrir nærri fimmtán árum. Eiginmaður hennar vill að hætt verði að gefa henni næringu og halda á lífi og dómstóll féllst á það. Þingmenn og foreldrar Terri sætta sig ekki við það og því voru í nótt samþykkt sérstök lög sem gefa foreldrunum tækifæri til að leita forræðis yfir konunni fyrir dómstólum. Á meðan verður að tengja næringarslöngu við hana á ný til að halda henni á lífi. Læknar segja útilokað að hún nái sér eða læknist með einhverjum hætti, heldur verði hún rúmliggjandi og háð næringargjöf og umönnun til dauðadags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×