Erlent

Ný geimferð undirbúin

Í Bandaríkjunum búa menn sig undir fyrstu ferð geimskutlu síðan Columbiu-slysið varð. Fjögurra manna björgunarlið verður til taks þegar geimskutlan Discovery tekur á loft í maí og flytur birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem er á sporbraut um jörðu. Lendi geimfararnir um borð í skutlunni í einhvers konar vandræðum verða þeir með nægar vistir og súrefni til að dúsa dágóða stund í geimnum á meðan björgunarferð er undirbúin. Geimskutlan Atlantis verður til taks en för hennar yrði þó undirbúin í flýti ef af yrði og því yrði hún ekki hættulaus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×