Erlent

Sogaðist inn í kjötkvörn

Norskur pylsugerðarmaður sogaðist inn í kjötkvörn í gær og lést samstundis. Samstarfsfólk mannsins fékk taugaáfall og varð að leita sér læknisfræðilegrar aðstoðar. Lögreglan í Ósló hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til eftir páska. Enginn varð þó beinlínis vitni að slysinu því að maðurinn stjórnaði vélinni einn síns liðs þegar óhappið varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×