Róttækar tillögur í smíðum 21. mars 2005 00:01 Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni. Gengi breytingarnar eftir er um að ræða róttækustu uppstokkun Sameinuðu þjóðanna frá því að samtökin voru stofnuð árið 1945. Með skýrslunni, þar sem tillögurnar eru kynntar, vill Annan sætta öryggissjónarmið ríkari þjóða og áhyggjur fátækari þjóða af sjúkdómum og vesæld. Meðal þess sem hann hyggst leggja til eru að öryggisráðið verði stækkað og skipan ríkja í það breytt til að taka mið af breyttri heimsmynd. Ennfremur hyggst Annan leggja til að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna verði lögð niður í núverandi mynd og í stað hennar skipað mannréttindaráð þar sem mun færri fulltrúar sitji. Nú sitja í mannréttindanefndinni fulltrúar fjölda ríkja sem sökuð eru um mannréttindabrot og alla jafna er það einn megintilgangur þeirra að halda hlífiskyldi yfir öðrum ríkjum sem brjóta mannréttindi. Viðamiklar umbætur í rekstri samtakanna eru einnig fyrirhugaðar en spilling hefur þar löngum viðgengist sem varpað hefur skugga á trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn eru taldir hafa athugasemdir við greinar sem skylda aðildarríki samtakanna til að leggja 0,7 prósent að þjóðartekjum til þróunarmála en Bandaríkjamenn eyða sem stendur 0,1 prósenti. Einnig er búist við mótmælum þeirra við skilgreiningu á því hvenær beita megi afli eða hernaðaraðgerðum en Bandaríkjamenn vilja og telja sig hafa rétt til að grípa til einhliða aðgerða. Ennfremur er talið að arabaþjóðir séu lítt hrifnar af skilgreiningunni á hryðjuverkum en þau eru skilgreint sem hvert það verk sem er ætlað til þess að valda dauða eða verulegum líkamlegum skaða á óbreyttum borgurum. Annan kynnir tillögur sínar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni. Gengi breytingarnar eftir er um að ræða róttækustu uppstokkun Sameinuðu þjóðanna frá því að samtökin voru stofnuð árið 1945. Með skýrslunni, þar sem tillögurnar eru kynntar, vill Annan sætta öryggissjónarmið ríkari þjóða og áhyggjur fátækari þjóða af sjúkdómum og vesæld. Meðal þess sem hann hyggst leggja til eru að öryggisráðið verði stækkað og skipan ríkja í það breytt til að taka mið af breyttri heimsmynd. Ennfremur hyggst Annan leggja til að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna verði lögð niður í núverandi mynd og í stað hennar skipað mannréttindaráð þar sem mun færri fulltrúar sitji. Nú sitja í mannréttindanefndinni fulltrúar fjölda ríkja sem sökuð eru um mannréttindabrot og alla jafna er það einn megintilgangur þeirra að halda hlífiskyldi yfir öðrum ríkjum sem brjóta mannréttindi. Viðamiklar umbætur í rekstri samtakanna eru einnig fyrirhugaðar en spilling hefur þar löngum viðgengist sem varpað hefur skugga á trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn eru taldir hafa athugasemdir við greinar sem skylda aðildarríki samtakanna til að leggja 0,7 prósent að þjóðartekjum til þróunarmála en Bandaríkjamenn eyða sem stendur 0,1 prósenti. Einnig er búist við mótmælum þeirra við skilgreiningu á því hvenær beita megi afli eða hernaðaraðgerðum en Bandaríkjamenn vilja og telja sig hafa rétt til að grípa til einhliða aðgerða. Ennfremur er talið að arabaþjóðir séu lítt hrifnar af skilgreiningunni á hryðjuverkum en þau eru skilgreint sem hvert það verk sem er ætlað til þess að valda dauða eða verulegum líkamlegum skaða á óbreyttum borgurum. Annan kynnir tillögur sínar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira