Erlent

Krefjast alþjóðlegs karladags

Karlmenn í Mexíkó og stuðningskonur þeirra flykktust út á götur borga og bæja í gær til að krefjast þess að tuttugasti mars verði framvegis alþjóðlegi karladagurinn. Fólkið segir tilgang kröfugangna sinna í gær vera þann að svara femínistum fullum hálsi en þær láti eins og allt illt sé frá körlum sprottið. „Konur bera líka ábyrgð,“ segir á vefsíðu hópsins. Hópur femínista hélt „mótmæla-mótmælagöngu“ til að mótmæla málflutningi karlanna en ekki kom þó til neinna átaka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×