Erlent

Hryðjuverkaárás í undirbúningi?

Miklar líkur eru á að írskur hryðjuverkahópur hyggi á stórfellda hryðjuverkaárás á meginlandi Bretlands, samkvæmt Observer. Klofningshópar úr írska lýðveldishernum eru sagðir á kreiki og sendi breska rannsóknarlögreglan frá sér viðvörun til a.m.k. þrjátíu fyrirtækja fyrir helgi. Viðvörunin var send út í kjölfar þess að leyniþjónusta MI5 hleraði samskipti sem þóttu benda til þess að hryðjuverk væri í undirbúningi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×