Erlent

Í verkfalli í þrettán ár

Verkamenn í valhnetuvinnslu í Kaliforníu hafa ákveðið að binda enda á verkfall sem staðið hafði í þrettán og hálft ár. Hinir 600 meðlimir verkalýðsfélagsins Teamsters Locals 601 lögðu niður störf við Diamond of California-verksmiðjuna í september 1991 vegna óleystrar kjaradeilu. Nú hafa þeir loks samþykkt nýjan fimm ára kjarasamning sem gerir þeim kleift að snúa aftur til starfa, að því er greint er frá á fréttavef breska útvarpsins, BBC. Þar sem flestir verkamannanna hafa hins vegar fyrir löngu fundið sér vinnu annars staðar viðurkennir verkalýðsfélagið að ólíklegt sé að þeir snúi aftur. "Engan grunaði að þetta myndi taka svona langan tíma," sagði Lucio Reyes, ritari félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×