Erlent

Konunglegur lögskilnaður

Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa hafa nú sótt um formlegan skilnað, réttu hálfu ári eftir að tilkynnt var að þau væru skilin að borði og sæng. Kom þetta fram á fréttavef Berlingske Tidende. Lögskilnaður fæst formlega staðfestur í fyrsta lagi hálfu ári eftir skilnað að borði og sæng. Í sameiginlegri yfirlýsingu þakka þau bæði þann hlýhug og stuðning sem danskur almenningur hefur sýnt þeim á erfiðum tímum, en hann hafi tryggt sonum þeirra, prinsanna Nikolajs og Felix, "góða og örugga ramma í hversdagslífinu". Eftir skilnaðinn missir Alexandra prinsessa konunglegan titil sinn, og skal engu og síður eftirleiðis vera titluð "hennar hátign". Hún býr áfram í Amalíuborgarhöll, og litlu prinsarnir hjá henni, uns hún getur flutt í villu sem verið er að standsetja fyrir hana norður af Kaupmannahöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×