Fleiri fréttir

Hvað veldur hræringunum?

Hvað er það sem veldur hræringunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ef ekki stríðið í Írak eins og sumir halda fram, og hvað er á seyði þar? 

Stríðið orsök eða afleiðing?

Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn.

Bondevik að mýkjast

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, virðist vera að mildast í afstöðu sinni til Evrópusambandsins en hann hefur hingað til þvertekið fyrir að Noregur sæki um aðild fái hann einhverju ráðið.

Dómarar lífs og dauða

Vandamenn Terri Schiavo bíða nú milli vonar og ótta eftir að alríkisdómari skeri úr um hvort fjarlægja megi næringarslöngur sem halda lífinu í þessari 41 árs heilaskemmdu konu.

Róttækustu breytingar í sögu SÞ

Róttækar á skipulagi og starfi Sameinuðu þjóðanna voru formlega kynntar á Allsherjarþingi samtakanna í gær. Meðal annars er búist við að sætum í öryggisráðinu verði fjölgað umtalsvert.

Frekari landnemabyggðir boðaðar

Stjórnvöld í Jerúsalem tilkynntu í gær að á næstunni yrðu 3.500 hús reist fyrir landnema á Vesturbakkanum. Allar líkur eru á að ákvörðunin spilli fyrir friðarumleitunum á svæðinu.

Krytur í Kirgisistan

Forseti Kirgisistans hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á meintum svikum í þingkosningum landsins í febrúarlok. Þúsundir manna flykktust út á götur stærstu borga landsins í gær og kröfðust afsagnar forsetans.

Skæruliðar stráfelldir

Til átaka kom á milli bandarískra hermanna og íraskra uppreisnarmanna skammt utan við Bagdad í gær sem lyktaði með því að 26 skæruliðar voru felldir.

Geimfarasviti á hamfarasvæðin

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur fundið nýstárlega leið til vatnsframleiðslu sem verður tekin í gagnið á næstu mánuðum.

42 látnir í námuslysi í Kína

42 eru látnir og 27 námuverkamenn eru innilokaðir í kolanámu í norðurhluta Kína eftir gassprengingu í námunni í gær. Fjórir eigendur námunnar eru í haldi lögreglu en þeim var skipað í nóvember í fyrra að loka henni þar sem kröfur um öryggi voru ekki uppfylltar.

Tímasprengja sprakk í Pakistan

Tímasprengja sprakk seint í gær við helgidóm múslíma í suðvesturhluta Pakistans og að minnsta kosti 29 manns eru látnir og margir slasaðir. Yfirvöld telja ekki að hryðjuverkasamtök hafi verið þar að verki heldur sé um hatrammar fjölskyldudeilur að ræða.

Öflugur skjálfti við japanska eyju

Kröftugur jarðskjálfti sem mældist 7 stig á Richter reið yfir eyjuna Kyushu í Japan í morgun. Fjölmiðlar þar í landi segja eina konu, 75 ára gamla, hafa fundist látna en að að minnsta kosti 340 manns hafi slasast. Nokkur hús hafa hrunið og hundruð manna þurft að flýja heimili sín.

Afpláni skemmri dóma heima hjá sér

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Lene Espersen, ætlar að leggja fram tillögu á hausti komanda um að ungir menn sem lenda í slagsmálum og öðrum vandræðagangi í ölæði fái að afplána refsingu vegna afglapa sinna heima hjá sér í stað þess að þurfa að sitja í fangelsi. Munu þeir þurfa að ganga með rafrænan hlekk um ökklann sem fer í gang ef þeir fara lengra frá heimili sínu en nokkra tugi metra.

Tíu ár frá sarínárás í Tókýó

Japanar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá einhverri stærstu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu þegar meðlimir ofsatrúarreglu dreifðu taugagasi í lestarvögnum í Tókýóborg. Trúarreglan starfar enn.

Hollendingar efast um Wolfowitz

Fjármálaráðherra Hollands hefur hreyft mótmælum við tilnefningu Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í stöðu bankastjóra Alþjóðabankans og segir að það færi best á því að tilnefna fleiri en einn í stöðuna. Það vakti mikla undrun og viðbrögð þegar Bush tilnefndi Wolfowitz enda er hann einna þekktastur fyrir harðlínuafstöðu sína í Íraksstríðinu en litlum sögum hefur hins vegar farið af afstöðu hans til þróunarmála.

Náðu að lama krabbameinsfrumur

Vísindamenn hafa fundið aðferð til að lama krabbameinsfrumur og fá þær einfaldlega til að fremja sjálfsmorð. Þessar niðurstöður eru kynntar í hinu virta tímariti <em>Genes and Development</em>. Það voru vísindamenn við dönsku krabbameinsvarnamiðstöðina sem gerðu þessa uppgötvun.

Notuðu lík í árekstrartilraunum

Tækniháskólinn í Graz í Austurríki notaði mannslík í staðinn fyrir hefðbundnar dúkkur í árekstrartilraunum sem hann gerði fyrir Evrópusambandið í tæplega áratug. Fjölmiðlar í Austurríki hafa flett ofan af þessu og hefur þetta valdið miklu fjaðrafoki í landinu.

Sjálfsmorðsárás í leikhúsi í Katar

Óttast er að hryðjuverkasamtökin al-Qaida hafi látið til skarar skríða í Katar í morgun. Sjálfsmorðsárásarmaður grandaði einum Breta með því að aka bíl hlöðnum sprengiefni inni í leikhús.

Bush styttir frí vegna deilna

George Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að stytta frí sem hann er í og snúa aftur til Washington til þess að vera tilbúinn að undirrita lög sem kveða á um að halda eigi lífi í heiladauðri konu í Flórída. Miklar deilur hafa verið um málið í Bandaríkjunum en þar er tekist á um hvort hinni fjörutíu og eins ár Terri Schiavo skuli leyft að deyja eða hvort halda eigi henni á lífi.

Enn einn Serbinn gefur sig fram

Bosníu-Serbinn Vinko Pandurevic mun gefa sig fram við Stríðsglæpadómstólinn í Haag þar sem hann er ákærður fyrir þjóðarmorð. Frá þessu greindu yfirvöld í Belgrad í Serbíu í dag. Pandurevic flýgur til Haag á miðvikudag, en hann er áttundi Serbinn sem gefur sig fram við dómstólinn á síðustu tveimur mánuðum.

Óttast mikil flóð í Austur-Evrópu

Stjórnvöld í Tékklandi, Póllandi og austurhluta Þýskalands óttast að nokkur fljót flæði yfir bakka sína á næstu dögum vegna mikilla rigninga og bráðnandi snjóalaga. Flutningur fólks af hættusvæðum er þegar hafinn og óttast er að tveir unglingspiltar í Póllandi hafi þegar látið lífið vegna vatnavaxta.

Dæmdur fyrir að skipuleggja árás

Öryggisdómstóll í Jórdaníu dæmdi í dag jórdanska uppreisnarleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi í 15 ára fangelsi fyrir að skipuleggja árás á sendiráð Jórdaníu í Bagdad í Írak. Dómurinn var kveðinn upp að al-Zarqawi fjarstöddum.

Páfi messaði ekki á pálmasunnudag

Í fyrsta sinn í 26 ár á páfastóli messaði Jóhannes Páll páfi ekki á pálmasunnudegi, en hann er enn að jafna sig eftir erfið veikindi sem herjuðu á hann í þessum og síðasta mánuði.

Mannskæð átök í Kirgisistan

Óttast er að allt að tíu manns hafi látist í átökum lögreglu og stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar í fyrrverandi Sovétlýðveldinu Kirgisistan í dag. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um svindl í þingkosningum nýverið og hefur farið fram á að forseti landsins, Askar Akajev, segi af sér.

Myrti lögreglustjóra í Írak

Uppreisnarmaður í borginni Mósúl í Írak myrti í dag yfirmann spillingardeildar íröksku lögreglunnar í höfuðstöðvum hennar. Maðurinn gekk inn í höfuðstöðvarnar með sprengiefni um sig miðjan og sprengdi sig í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum.

Palestínumenn taka við Tulkarm

Palestínumenn taka við öryggisgæslu af Ísraelum í borginni Tulkarm á Vesturbakkanum á morgun. Þetta sagði varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, í dag. Palestínstínskar öryggsisveitir tóku við gæslu í borginni Jeríkó á miðvikudaginn var en alls munu þær taka við fimm borgum á Vesturbakkanum af ísraelskum hersveitum samkvæmt samkomulagi sem þjóðirnar gerðu í Egyptalandi í síðasta mánuði.

Kosningar fara fram 18. september

Þingkosningum í Afganistan hefur verið frestað til 18. september og fara fram um leið og héraðskosningar í landinu. Frá þessu greindi formaður yfirkjörstjórnar fyrr í dag. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í október síðastliðnum, um leið og forsetakosningarnar, en var frestað þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda.

Taugatitringur við Persaflóa

Mikill taugatitringur er meðal Vesturlandabúa í Persaflóaríkjunum eftir að breskur maður lét lífið í sjálfsmorðsárás í Katar í morgun. Óttast er að hryðjuverkasamtökin al-Qaida standi á bak við árásina og að þetta sé aðeins byrjunin.

Fleiri látnir í námuslysi í Kína

Fimmtíu og níu námuverkamenn eru látnir og tíu er saknað eftir að sprengja reif í sundur námu í einu aðalnámuhéraði Kína seint í gær. Sprengingin varð í námu sem yfirvöld lokuðu á síðasta ári vegna þess að öryggismálum var ábótavant en eigendur námunnar höfðu opnað hana aftur í leyfisleysi. Þeir hafa nú verið handteknir.

Bosníu-Serbi til Haag

Vinko Pandurevic, sem var háttsettur hershöfðingi í her Bosníu-Serba í Bosníustríðinu 1992-1995, verður framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag í vikunni, að því er yfirvöld í Serbíu greindu frá í gær.

Handtökur í Madríd-tilræðismáli

Breska lögreglan greindi frá því á laugardag að hún hefði handtekið mann sem var eftirlýstur á Spáni vegna gruns um að hafa verið viðriðinn lestarsprengjutilræðið í Madríd fyrir ári, sem kostaði 191 mann lífið. Spænska lögreglan handtók bróður hans á föstudag. Bræðurnir kváðu vera frá Sýrlandi.

Kosið í Afganistan í haust

Fyrstu þingkosningarnar sem fram fara í Afganistan frá því að talibanastjórninni þar var steypt fyrir þremur og hálfu ári verða haldnar 18. september næstkomandi. Þetta tilkynnti kjörstjórnin í gær. Kosningarnar eru mikilvægur áfangi í átt að lýðræði og stöðugleika í landinu eftir aldarfjórðungs upplausn og borgarastríð.

Íraksstríð upphaf lýðræðisbylgju?

Stríðið í Írak var frá upphafi umdeilt og alþjóðlegar deilur um réttmæti þess hafa staðið undanfarin tvö ár eða svo. En nú er svo komið að jafnvel hörðustu gagnrýnendur stríðsrekstursins hugsa sitt mál og velta því óhugsanlega fyrir sér hvort stríði hafi verið besta mál. Ástæða þessara vangaveltna eru atburðir undanfarinna vikna, frá kosningunum í Írak í lok janúar.

Rice varar við vopnasölu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í gær í skyn að evrópskar ríkisstjórnir sýndu óábyrga háttsemi færi svo að þær seldu hátæknivopnabúnað til Kína, þar sem þeim búnaði yrði hugsanlega einn góðan veðurdag beitt gegn bandaríska Kyrrahafsheraflanum.

Bílsprengjutilræði í Katar

Yfirvöld í Katar kenndu í gær egypskum ríkisborgara um bílsprengjutilræði á leikhús í Doha um helgina sem varð einum manni að bana. Þrettándanótt Shakespeares var á fjölunum þegar bíl fylltum sprengiefni var ekið á það á laugardagskvöld, með þeim afleiðingum að einn breskur leikhúsgestur dó, auk tilræðismannsins. Tólf manns særðust.

Sænsk lögregla skaut mann

Sænskur lögreglumaður skaut tuttugu og tveggja ára gamlan mann til bana í íbúðarhúsi í bænum Lindesberg við Örebro í Mið-Svíþjóð.

Frumur fremja sjálfsmorð

Vísindamenn hafa fundið aðferð til að fá krabbameinsfrumur til að fremja sjálfsmorð. Þessar niðurstöður eru kynntar í hinu virta tímariti <em>Genes and Development</em>.

Um 21.000 fallnir í Írak

Nítján þúsund óbreyttir borgarar fallnir. Á annað þúsund hermanna liggur í valnum. Eftir tveggja ára stríð og átök hafa engin gereyðingarvopn fundist í Írak en George Bush segir Bandaríkin samt öruggari fyrir vikið og bendir á kosningarnar sem nýja byrjun í Miðausturlöndum.

Þrjátíu fórust og tuttugu særðust

Að minnsta kosti þrjátíu manns fórust og um tuttugu særðust í sprengingu sem varð í helgidómi sjía í suðvesturhluta Pakistan á laugardagskvöld.

Löggan flúði upp á þak

Um tíu þúsund lýðræðissinnar ruddust inn í lögreglustöð í borginni Jalal-Abad í Kirgisistan og ráku starfsmenn stjórnarráðsins á brott til að mótmæla vafasömum kosningaúrslitum þar í landi í síðasta mánuði.

Tíu ár frá gasárás

Japanir minntust þess í gær að tíu ár voru liðin frá því að gasárás var gerð á neðanjarðarlestarstöð í Tókýó með þeim afleiðingum að tólf fórust og um 5.000 veiktust.

200 manns hafa farist

Rúmlega 200 manns hafa farist í miklum flóðum sem hafa gengið yfir Afganistan undanfarið. Þúsundir heimila hafa eyðilagst, flest í Uruzgan-héraði.

Heimsóttu gröf Arafats

Hópur íslenskra þingmanna heimsótti fyrrum höfuðstöðvar og gröf Jasser Arafat, fyrrverandi leiðtoga Palestínu, í ferð sinni um Ramallah á Vesturbakkanum í gær.

400 slösuðust í jarðskjálfta

Ein kona fórst og að minnsta kosti 400 manns slösuðust í gær í öflugum jarðskjálfta í suðurhluta Japans sem mældist 7,0 á Richter-kvarða. Gat skjálftinn af sér eftirskjálfta sem mældist 4,2 á Richter.

Sungið gegn almæmi

Leikarinn Will Smith, söngkonan Annie Lennox og hljómsveitin Queen voru á meðal þeirra sem komu fram á góðgerðartónleikum í Suður-Afríku í baráttunni gegn alnæmi.

Sjá næstu 50 fréttir