Erlent

Dómarinn gefur ekkert upp

Dómari í máli Terri Schiavo, heilasködduðu bandarísku konunnar sem hatrammar deilur standa nú um, gefur engar upplýsingar um það hvenær hann úrskurðar í málinu. Næringagjöf Schiavo var hætt á föstudaginn í síðustu viku og hún hefur hvorki fengið vott né þurrt síðan. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Bandaríkjaþing hafa lagst gegn þessu og þingið samþykkti með flýti í gær löggjöf sem verður til þess að málið fer annan umgang í dómskerfinu á öðru dómsstigi. Með þessu binda þingmenn vonir við að næringagjöf hennar verði haldið áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×