Fleiri fréttir Mynda varnarbandalag Tvö þeirra ríkja sem bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt hvað harðast ákváðu í gær að bregðast sameiginlega við utanaðkomandi ógnum. Íranar eru í vanda vegna kjarnorkuáætlunar sinnar og Sýrlendingar vegna morðsins á Rafik Hariri. </font /></b /> 16.2.2005 00:01 Sagði af sér vegna gúmmítékka Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu. 16.2.2005 00:01 Eiffelturninn var skotmark Meintir íslamskir hryðjuverkamenn sem handteknir voru í Frakklandi ætluðu að gera árásir á Eiffel-turninn, verslunarmiðstöð og fleiri skotmörk í Frakklandi, að sögn lögreglu. Hryðjuverkamennirnir hugðust einnig ráðast gegn rússneskum og ísraelskum skotmörkum í Frakklandi. 16.2.2005 00:01 Einkavæðing sætir rannsókn Ríkissaksóknari Úkraínu mun rannsaka sölu 3.000 ríkisfyrirtækja sem voru einkavædd í valdatíð Leóníds Kútsjma, fyrrverandi forseta. Spurningar hafa vaknað um einkavæðingu margra ríkisfyrirtæki sem voru seld á mun lægra verði en búist var við. 16.2.2005 00:01 Dreginn fyrir dómara Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Yilmaz er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka. 16.2.2005 00:01 Hitnar undir Joschka Fischer Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, fyrir það hvernig austur-evrópskir glæpamenn gátu notfært sér ferðamannaáritanir úr þýskum sendiráðum til að komast til Vesturlanda. Meðal þeirra sem fóru til Vesturlanda á þessum forsendum voru konur sem glæpamenn neyddu út í vændi. 16.2.2005 00:01 Stríðinu er lokið Eftir vel heppnaðan fund Abbas, leiðtoga Palestínumanna, og Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ríkir bjartsýni um að friður sé í sjónmáli. Í viðtali um helgina sagði Abbas að stríðinu við Ísrael væri lokið. </font /></b /> 15.2.2005 00:01 Vélað um völdin Miklar þreifingar fara nú fram í Írak um samsetningu þingmeirihluta en endanleg úrslit kosninganna urðu ljós í fyrradag. Sameinuðum flokki sjía mistókst að ná hreinum meirihluta eins og honum hafði verið spáð og því verður hann að mynda bandalag með öðrum flokkum á stjórnlagaþinginu sem senn tekur til starfa. 15.2.2005 00:01 Fimmtíu slasaðir eftir lestarslys Flytja þurfti fimmtíu manns á sjúkrahús í Kaupmannahöfn eftir að tvær lestir skullu saman á brautarstöðinni í Lyngby, úthverfi höfuðborgarinnar, um hádegisbilið í gær. Tveir eru alvarlega slasaðir, annar þeirra er lestarstjóri annarrar lestarinnar. 15.2.2005 00:01 Rafik Hariri ráðinn af dögum Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, beið bana í öflugri sprengjuárás í Beirút í gær. Níu manns dóu í sprengingunni í gær auk Hariri og hundrað særðust. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en talið er að hún tengist andstöðu Hariri við afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons. 15.2.2005 00:01 Kennslukona giftist nemanda sínum Bandarísk kennslukona sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga nemanda sínum hyggst nú giftast honum, tæpu ári eftir að afplánuninni lauk. 15.2.2005 00:01 Nýtt illvígt afbrigði HIV veiru Læknar í New York hafa fundið nýtt afbrigði af HIV-veirunni sem engin lyf vinna á. Þeir sem fá veiruna virðast veikjast mun fyrr af alnæmi en hinir sem smitast af hefðbundnum stofni. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum tíðindum, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. 15.2.2005 00:01 Bush boðar hörku George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Bandaríkjaþing til að framlengja gildistíma föðurlandslaganna svonefndu vegna þýðingar þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði hann við innsetningarathöfn Alberto Gonzales, nýskipaðs dómsmálaráðherra. 15.2.2005 00:01 Rauði Ken hneykslar gyðinga Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaðamanni dagblaðsins Evening Standard, við fangavörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði. 15.2.2005 00:01 Heitasta árið framundan Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998 sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. </font /></b /> 15.2.2005 00:01 Óttast frekari árásir í Líbanon Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær. Stjórnvöld í landinu óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. 15.2.2005 00:01 Íslendingur í haldi í Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Öll áhöfnin bjargaðist. Skipbrotsmenn voru fluttir til Sómalíu og hafa Íslendingurinn og Norðmennirnir ekki enn fengið að halda heimleiðis, en aðrir úr áhöfninni voru heimamenn. 15.2.2005 00:01 Hótað að myrða nemendur Lögreglan í Linköping í Svíþjóð lét í gær rýma skóla í bænum eftir að í honum fannst nafnlaus hótun um að drepa ætti alla nemendur skólans. Hótunin hafði verið skrifuð á miða sem fannst á klósetti skólans. Þar stóð að allir þeir sem yrðu eftir í skólanum eftir hádegi yrðu drepnir. Þar sem ástæða þótti til þess að taka hótunina alvarlega var brugðið á það ráð að rýma skólann. 15.2.2005 00:01 Mikið manntjón í eldsvoða Að minnsta kosti 59 manns biðu bana í miklum eldsvoða sem kom upp í bænarhúsi í Teheran í Íran í gærkvöldi. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar slæða konu sem var við bænir lenti í gasolíuhitara. Meira en fjögur hundruð manns voru inni í moskunni þegar eldurinn kom upp og greip þegar um sig mikil skelfing. 15.2.2005 00:01 Hálf milljón kemst ekki til vinnu Hálf milljón manna í Madríd kemst ekki til vinnu sinnar vegna bruna í Windsor-háhýsinu í borginni í fyrradag. Enn liggja samgöngur í næsta nágrenni við háhýsið niðri, götur eru lokaðar fyrir umferð og engin starfsemi er í fyrirtækjum í nærliggjandi götum. Efstu hæðir byggingarinnar hafa þegar fallið á næstu hæðir fyrir neðan og enn er talið líklegt að háhýsið hrynji algerlega. 15.2.2005 00:01 Yfir 200 létust í námuslysi í Kína Meira en tvö hundruð manns létust í sprengingu í námu í norðurhluta Kína í gær. Rúmlega tuttugu slösuðust og þrettán eru enn fastir inni í námunni. Óhöpp af þessu tagi eru gríðarlega algeng í Kína og þannig létust meira en 4000 manns í sambærilegum sprengingum á síðasta ári í landinu. 15.2.2005 00:01 Vita ekki hvað mjólkin kostar Nærri átta af hverjum tíu unglingum í Bretlandi hafa ekki hugmynd um hvað mjólkurpottur kostar en flestir þekkja þeir þó verðið á nýjum MP-3 spilara. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar þar sem einnig kemur fram að meira en helmingur breskra ungmenna hefur meiri áhyggjur af útliti sínu en fjárhag. 15.2.2005 00:01 Sementsskip strandar í Álaborg Norskt sementsflutningaskip, skráð á Marshall-eyjum, strandaði með fullfermi á leið út úr höfninni í Álaborg í nótt og situr þar fast. Tólf manna áhöfn skipsins, sem að öllum líkindum var á leið til Íslands, er ekki í hættu en göt munu hafa komið á skrokk skipsins og er óttast að olía kunni að fara að leka úr því ef það næst ekki brátt á flot aftur. 15.2.2005 00:01 Ríflega 200 týndu lífi Rúmlega tvö hundruð námaverkamenn fórust í mikilli gassprengingu í kínverskri kolanámu í fyrrakvöld. Auk hinna látnu slösuðust tugir manna og í það minnsta þrettán eru enn fastir í jörðinni. 15.2.2005 00:01 Innflytjendur HIV-prófaðir Ef tillögur breskra íhaldsmanna ná fram að ganga munu allir innflytjendur sem koma til Bretlands frá löndum utan Evrópu undirgangast sjúkdómapróf. 15.2.2005 00:01 Tíu þúsund börn munaðarlaus Allt að tíu þúsund börn í Aceh-héraði í Indónesíu eru munaðarlaus í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mun lægri tala en óttast var í upphafi, en alls fórust um 240 þúsund íbúar í héraðinu eða er enn saknað. Lítill hluti munaðarlausu barnanna á engan að þar sem heilu ættirnar þurrkuðust út. 15.2.2005 00:01 Ánægjulegir endurfundir Örvæntingarfullri leit indónesískrar konu að tíu ára gömlum syni sínum sem týndist eftir hamfaraflóðin á annan dag jóla er loksins lokið. Tilviljun réði því að mæðginin sameinuðust á ný. 15.2.2005 00:01 Annar maður með nýtt HIV-afbrigði? Óttast er að nýtt afbrigði HIV-veirunnar, sem greint var í New York í síðustu viku, hafi fundist í karlmanni í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna. Heilbrigðisyfirvöld þar segja líkur á að hann sé með sama stofn og maður sem greindist HIV-jákvæður í New York. 15.2.2005 00:01 Einn lést í sprengingu í Írak Einn bandarískur hermaður lést og þrír særðust við eftirlit þegar sprengja sprakk nærri þeim í Bakúba í Írak í gærkvöld. Talið er að skæruliðar hafi komið sprengjunni fyrir, en alls hafa rúmlega 1100 bandarískir hermenn fallið í valinn í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir tæpum tveimur árum. 15.2.2005 00:01 Kreppa og reiði í stað friðar Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi er í dag stjórnmálakreppa og reiði. 15.2.2005 00:01 Sökk undan ströndum Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er en mennirnir hafa ítrekað þurft að mæta fyrir rétt. 15.2.2005 00:01 Þjóðin syrgir látinn leiðtoga Ekki er vitað með vissu hverjir réðu Rafik Hariri bana í Beirút í fyrradag en ekki er útilokað að sýrlensk stjórnvöld eða skjólstæðingar þeirra beri þar ábyrgð. Þjóðarsorg ríkir í Líbanon. 15.2.2005 00:01 60 manns fórust í moskubruna Í það minnsta sextíu manns fórust í eldsvoða í mosku í Tehran í fyrrakvöld og slösuðust 350 til viðbótar. 15.2.2005 00:01 Leitað að námumönnum á lífi Björgunarmenn leita nú að eftirlifendum eftir að gasprenging í kolanámu í Kína varð 203 námumönnum að bana í gær. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína eftir að kommúnistar komust til valda árið 1949. Tólf námumenn lokuðustu niðri í námunni og 22 fengu alvarleg brunasár. Yfirvöld segja að allt verði reynt til að bjarga þeim sem eftir lifa. 15.2.2005 00:01 Aukafjárveiting vegna hamfara Ríkisstjórnin hefur samþykkt sérstaka aukafjárveitingu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Framlagið er tíu milljónir króna og er í samræmi við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa reitt af hendi samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. 15.2.2005 00:01 Ósakhæf vegna geðveilu Dómarar í Texas hafa úrskurðað 36 ára gamla móður, sem var ákærð fyrir að hafa höggvið hendurnar af tíu mánaða barni sínu, ósakhæfa vegna geðhvarfasýki. Bæði ákæruvaldið og verjendur konurnnar mæltu með því að hún yrði úrskurðuð ósakhæf svo hún mætti fá viðeigandi meðferð á geðsjúkrahúsi. 15.2.2005 00:01 Prestur dæmdur fyrir kynferðisbrot Dómari dæmdi í dag fyrrverandi kaþólskan prest sem starfaði í Boston í Bandaríkjunum í 12 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungum dreng og beitt hann kynferðisofbeldi á níunda áratugnum. Málið er angi af miklu kynlífshneyksli innan kaþólsku kirkjunnar sem komst í hámæli árið 2002, en þá voru margir prestar í erkibiskupsdæminu í Boston sakaðir um að hafa beitt unga drengi kynferðisofbeldi. 15.2.2005 00:01 Ráðist á Sýrlendinga í Líbanon Æstur múgur réðst að sýrlenskum verkamönnum í Suður-Líbanon í dag. Þá réðst annar hópur með grjótkasti að sýrlenskri skrifstofu og endaði með því að bera eld að henni, en stjórnvöldum í Damaskus í Sýrlandi er kennt um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í gær. 15.2.2005 00:01 Sakfelldir fyrir kynlífsþrælkun Átta menn voru dæmdir í fangelsi í héraðsdómi í Osló í dag fyrir að hafa haft tvær konur frá Rússlandi og Litháen í kynlífsþrælkun. Konurnar voru neyddar til að stunda vændi í Osló og haldið sem þrælum. Höfuðpaurinn sem er frá Georgíu fékk ellefu ára fangelsisdóm fyrir mannrán og þrælahald og yngri bróðir hans fjögurra og hálfs árs dóm. 15.2.2005 00:01 Tónlist hlaðin niður í farsíma Innan tíðar verða gemsar færir um að leika tónlist eins og mp-3 spilarar. Nokia, Microsoft og Loudeye greindu í gær frá því að þau hygðust hefja samstarf um þróun næstu kynslóðar farsíma. Sú kynslóð mun gera farsímafyrirtækjum fært að bjóða áskrifendum sínum tónlist sem hægt er að hlaða niður. 15.2.2005 00:01 Hryðjuverk eða samsæri? Hryðjuverk eða samsæri leyniþjónusta er spurningin sem brennur á íbúum Líbanons í dag. Reiði og tortryggni ríkir vegna morðsins á fyrrverandi forsætisráðherra landsins. 15.2.2005 00:01 Í hættu í óveðri á Miðjarðarhafi Sjö hundruð manns voru hætt komin þegar farþegaskip lenti í stormi á Miðjarðarhafinu og missti vélarafl. Heppni virðist hafa ráðið því að bjarga tókst fleyinu og farþegum þess. 15.2.2005 00:01 Tveir skotnir til bana Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða Palestínumenn til bana nærri byggð landtökumanna á Vesturbakkanum eftir að dimma tók í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði hermenn hafa orðið vara við Palestínumennina þar sem þeir nálguðust Bracha, landtökubyggð Ísraela. 15.2.2005 00:01 Skoða aðstæður fyrir friðargæslu Afrískir og arabískir embættismenn skoðuðu þjálfunarbúðir fyrir lögreglumenn og ræddu við borgarstjórann í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þegar þeir komu þangað til að kanna aðstæður áður en ákvörðun verður tekin um að senda friðargæsluliða til landsins sem hefur búið við stjórnleysi í rúman áratug. 15.2.2005 00:01 Deila um vegatálma Ísraelskir og palestínskir samningamenn deildu í gær um hvernig staðið skyldi að brottför Ísraelshers frá Jeríkó á Vesturbakkanum og hvað gera skyldi við vegatálma og hersveitir í nágrenni borgarinnar. 15.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mynda varnarbandalag Tvö þeirra ríkja sem bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt hvað harðast ákváðu í gær að bregðast sameiginlega við utanaðkomandi ógnum. Íranar eru í vanda vegna kjarnorkuáætlunar sinnar og Sýrlendingar vegna morðsins á Rafik Hariri. </font /></b /> 16.2.2005 00:01
Sagði af sér vegna gúmmítékka Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu. 16.2.2005 00:01
Eiffelturninn var skotmark Meintir íslamskir hryðjuverkamenn sem handteknir voru í Frakklandi ætluðu að gera árásir á Eiffel-turninn, verslunarmiðstöð og fleiri skotmörk í Frakklandi, að sögn lögreglu. Hryðjuverkamennirnir hugðust einnig ráðast gegn rússneskum og ísraelskum skotmörkum í Frakklandi. 16.2.2005 00:01
Einkavæðing sætir rannsókn Ríkissaksóknari Úkraínu mun rannsaka sölu 3.000 ríkisfyrirtækja sem voru einkavædd í valdatíð Leóníds Kútsjma, fyrrverandi forseta. Spurningar hafa vaknað um einkavæðingu margra ríkisfyrirtæki sem voru seld á mun lægra verði en búist var við. 16.2.2005 00:01
Dreginn fyrir dómara Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Yilmaz er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka. 16.2.2005 00:01
Hitnar undir Joschka Fischer Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, fyrir það hvernig austur-evrópskir glæpamenn gátu notfært sér ferðamannaáritanir úr þýskum sendiráðum til að komast til Vesturlanda. Meðal þeirra sem fóru til Vesturlanda á þessum forsendum voru konur sem glæpamenn neyddu út í vændi. 16.2.2005 00:01
Stríðinu er lokið Eftir vel heppnaðan fund Abbas, leiðtoga Palestínumanna, og Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ríkir bjartsýni um að friður sé í sjónmáli. Í viðtali um helgina sagði Abbas að stríðinu við Ísrael væri lokið. </font /></b /> 15.2.2005 00:01
Vélað um völdin Miklar þreifingar fara nú fram í Írak um samsetningu þingmeirihluta en endanleg úrslit kosninganna urðu ljós í fyrradag. Sameinuðum flokki sjía mistókst að ná hreinum meirihluta eins og honum hafði verið spáð og því verður hann að mynda bandalag með öðrum flokkum á stjórnlagaþinginu sem senn tekur til starfa. 15.2.2005 00:01
Fimmtíu slasaðir eftir lestarslys Flytja þurfti fimmtíu manns á sjúkrahús í Kaupmannahöfn eftir að tvær lestir skullu saman á brautarstöðinni í Lyngby, úthverfi höfuðborgarinnar, um hádegisbilið í gær. Tveir eru alvarlega slasaðir, annar þeirra er lestarstjóri annarrar lestarinnar. 15.2.2005 00:01
Rafik Hariri ráðinn af dögum Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, beið bana í öflugri sprengjuárás í Beirút í gær. Níu manns dóu í sprengingunni í gær auk Hariri og hundrað særðust. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en talið er að hún tengist andstöðu Hariri við afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons. 15.2.2005 00:01
Kennslukona giftist nemanda sínum Bandarísk kennslukona sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga nemanda sínum hyggst nú giftast honum, tæpu ári eftir að afplánuninni lauk. 15.2.2005 00:01
Nýtt illvígt afbrigði HIV veiru Læknar í New York hafa fundið nýtt afbrigði af HIV-veirunni sem engin lyf vinna á. Þeir sem fá veiruna virðast veikjast mun fyrr af alnæmi en hinir sem smitast af hefðbundnum stofni. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum tíðindum, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. 15.2.2005 00:01
Bush boðar hörku George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Bandaríkjaþing til að framlengja gildistíma föðurlandslaganna svonefndu vegna þýðingar þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði hann við innsetningarathöfn Alberto Gonzales, nýskipaðs dómsmálaráðherra. 15.2.2005 00:01
Rauði Ken hneykslar gyðinga Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaðamanni dagblaðsins Evening Standard, við fangavörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði. 15.2.2005 00:01
Heitasta árið framundan Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998 sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. </font /></b /> 15.2.2005 00:01
Óttast frekari árásir í Líbanon Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær. Stjórnvöld í landinu óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. 15.2.2005 00:01
Íslendingur í haldi í Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Öll áhöfnin bjargaðist. Skipbrotsmenn voru fluttir til Sómalíu og hafa Íslendingurinn og Norðmennirnir ekki enn fengið að halda heimleiðis, en aðrir úr áhöfninni voru heimamenn. 15.2.2005 00:01
Hótað að myrða nemendur Lögreglan í Linköping í Svíþjóð lét í gær rýma skóla í bænum eftir að í honum fannst nafnlaus hótun um að drepa ætti alla nemendur skólans. Hótunin hafði verið skrifuð á miða sem fannst á klósetti skólans. Þar stóð að allir þeir sem yrðu eftir í skólanum eftir hádegi yrðu drepnir. Þar sem ástæða þótti til þess að taka hótunina alvarlega var brugðið á það ráð að rýma skólann. 15.2.2005 00:01
Mikið manntjón í eldsvoða Að minnsta kosti 59 manns biðu bana í miklum eldsvoða sem kom upp í bænarhúsi í Teheran í Íran í gærkvöldi. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar slæða konu sem var við bænir lenti í gasolíuhitara. Meira en fjögur hundruð manns voru inni í moskunni þegar eldurinn kom upp og greip þegar um sig mikil skelfing. 15.2.2005 00:01
Hálf milljón kemst ekki til vinnu Hálf milljón manna í Madríd kemst ekki til vinnu sinnar vegna bruna í Windsor-háhýsinu í borginni í fyrradag. Enn liggja samgöngur í næsta nágrenni við háhýsið niðri, götur eru lokaðar fyrir umferð og engin starfsemi er í fyrirtækjum í nærliggjandi götum. Efstu hæðir byggingarinnar hafa þegar fallið á næstu hæðir fyrir neðan og enn er talið líklegt að háhýsið hrynji algerlega. 15.2.2005 00:01
Yfir 200 létust í námuslysi í Kína Meira en tvö hundruð manns létust í sprengingu í námu í norðurhluta Kína í gær. Rúmlega tuttugu slösuðust og þrettán eru enn fastir inni í námunni. Óhöpp af þessu tagi eru gríðarlega algeng í Kína og þannig létust meira en 4000 manns í sambærilegum sprengingum á síðasta ári í landinu. 15.2.2005 00:01
Vita ekki hvað mjólkin kostar Nærri átta af hverjum tíu unglingum í Bretlandi hafa ekki hugmynd um hvað mjólkurpottur kostar en flestir þekkja þeir þó verðið á nýjum MP-3 spilara. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar þar sem einnig kemur fram að meira en helmingur breskra ungmenna hefur meiri áhyggjur af útliti sínu en fjárhag. 15.2.2005 00:01
Sementsskip strandar í Álaborg Norskt sementsflutningaskip, skráð á Marshall-eyjum, strandaði með fullfermi á leið út úr höfninni í Álaborg í nótt og situr þar fast. Tólf manna áhöfn skipsins, sem að öllum líkindum var á leið til Íslands, er ekki í hættu en göt munu hafa komið á skrokk skipsins og er óttast að olía kunni að fara að leka úr því ef það næst ekki brátt á flot aftur. 15.2.2005 00:01
Ríflega 200 týndu lífi Rúmlega tvö hundruð námaverkamenn fórust í mikilli gassprengingu í kínverskri kolanámu í fyrrakvöld. Auk hinna látnu slösuðust tugir manna og í það minnsta þrettán eru enn fastir í jörðinni. 15.2.2005 00:01
Innflytjendur HIV-prófaðir Ef tillögur breskra íhaldsmanna ná fram að ganga munu allir innflytjendur sem koma til Bretlands frá löndum utan Evrópu undirgangast sjúkdómapróf. 15.2.2005 00:01
Tíu þúsund börn munaðarlaus Allt að tíu þúsund börn í Aceh-héraði í Indónesíu eru munaðarlaus í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mun lægri tala en óttast var í upphafi, en alls fórust um 240 þúsund íbúar í héraðinu eða er enn saknað. Lítill hluti munaðarlausu barnanna á engan að þar sem heilu ættirnar þurrkuðust út. 15.2.2005 00:01
Ánægjulegir endurfundir Örvæntingarfullri leit indónesískrar konu að tíu ára gömlum syni sínum sem týndist eftir hamfaraflóðin á annan dag jóla er loksins lokið. Tilviljun réði því að mæðginin sameinuðust á ný. 15.2.2005 00:01
Annar maður með nýtt HIV-afbrigði? Óttast er að nýtt afbrigði HIV-veirunnar, sem greint var í New York í síðustu viku, hafi fundist í karlmanni í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna. Heilbrigðisyfirvöld þar segja líkur á að hann sé með sama stofn og maður sem greindist HIV-jákvæður í New York. 15.2.2005 00:01
Einn lést í sprengingu í Írak Einn bandarískur hermaður lést og þrír særðust við eftirlit þegar sprengja sprakk nærri þeim í Bakúba í Írak í gærkvöld. Talið er að skæruliðar hafi komið sprengjunni fyrir, en alls hafa rúmlega 1100 bandarískir hermenn fallið í valinn í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir tæpum tveimur árum. 15.2.2005 00:01
Kreppa og reiði í stað friðar Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi er í dag stjórnmálakreppa og reiði. 15.2.2005 00:01
Sökk undan ströndum Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er en mennirnir hafa ítrekað þurft að mæta fyrir rétt. 15.2.2005 00:01
Þjóðin syrgir látinn leiðtoga Ekki er vitað með vissu hverjir réðu Rafik Hariri bana í Beirút í fyrradag en ekki er útilokað að sýrlensk stjórnvöld eða skjólstæðingar þeirra beri þar ábyrgð. Þjóðarsorg ríkir í Líbanon. 15.2.2005 00:01
60 manns fórust í moskubruna Í það minnsta sextíu manns fórust í eldsvoða í mosku í Tehran í fyrrakvöld og slösuðust 350 til viðbótar. 15.2.2005 00:01
Leitað að námumönnum á lífi Björgunarmenn leita nú að eftirlifendum eftir að gasprenging í kolanámu í Kína varð 203 námumönnum að bana í gær. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína eftir að kommúnistar komust til valda árið 1949. Tólf námumenn lokuðustu niðri í námunni og 22 fengu alvarleg brunasár. Yfirvöld segja að allt verði reynt til að bjarga þeim sem eftir lifa. 15.2.2005 00:01
Aukafjárveiting vegna hamfara Ríkisstjórnin hefur samþykkt sérstaka aukafjárveitingu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Framlagið er tíu milljónir króna og er í samræmi við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa reitt af hendi samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. 15.2.2005 00:01
Ósakhæf vegna geðveilu Dómarar í Texas hafa úrskurðað 36 ára gamla móður, sem var ákærð fyrir að hafa höggvið hendurnar af tíu mánaða barni sínu, ósakhæfa vegna geðhvarfasýki. Bæði ákæruvaldið og verjendur konurnnar mæltu með því að hún yrði úrskurðuð ósakhæf svo hún mætti fá viðeigandi meðferð á geðsjúkrahúsi. 15.2.2005 00:01
Prestur dæmdur fyrir kynferðisbrot Dómari dæmdi í dag fyrrverandi kaþólskan prest sem starfaði í Boston í Bandaríkjunum í 12 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungum dreng og beitt hann kynferðisofbeldi á níunda áratugnum. Málið er angi af miklu kynlífshneyksli innan kaþólsku kirkjunnar sem komst í hámæli árið 2002, en þá voru margir prestar í erkibiskupsdæminu í Boston sakaðir um að hafa beitt unga drengi kynferðisofbeldi. 15.2.2005 00:01
Ráðist á Sýrlendinga í Líbanon Æstur múgur réðst að sýrlenskum verkamönnum í Suður-Líbanon í dag. Þá réðst annar hópur með grjótkasti að sýrlenskri skrifstofu og endaði með því að bera eld að henni, en stjórnvöldum í Damaskus í Sýrlandi er kennt um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í gær. 15.2.2005 00:01
Sakfelldir fyrir kynlífsþrælkun Átta menn voru dæmdir í fangelsi í héraðsdómi í Osló í dag fyrir að hafa haft tvær konur frá Rússlandi og Litháen í kynlífsþrælkun. Konurnar voru neyddar til að stunda vændi í Osló og haldið sem þrælum. Höfuðpaurinn sem er frá Georgíu fékk ellefu ára fangelsisdóm fyrir mannrán og þrælahald og yngri bróðir hans fjögurra og hálfs árs dóm. 15.2.2005 00:01
Tónlist hlaðin niður í farsíma Innan tíðar verða gemsar færir um að leika tónlist eins og mp-3 spilarar. Nokia, Microsoft og Loudeye greindu í gær frá því að þau hygðust hefja samstarf um þróun næstu kynslóðar farsíma. Sú kynslóð mun gera farsímafyrirtækjum fært að bjóða áskrifendum sínum tónlist sem hægt er að hlaða niður. 15.2.2005 00:01
Hryðjuverk eða samsæri? Hryðjuverk eða samsæri leyniþjónusta er spurningin sem brennur á íbúum Líbanons í dag. Reiði og tortryggni ríkir vegna morðsins á fyrrverandi forsætisráðherra landsins. 15.2.2005 00:01
Í hættu í óveðri á Miðjarðarhafi Sjö hundruð manns voru hætt komin þegar farþegaskip lenti í stormi á Miðjarðarhafinu og missti vélarafl. Heppni virðist hafa ráðið því að bjarga tókst fleyinu og farþegum þess. 15.2.2005 00:01
Tveir skotnir til bana Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða Palestínumenn til bana nærri byggð landtökumanna á Vesturbakkanum eftir að dimma tók í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði hermenn hafa orðið vara við Palestínumennina þar sem þeir nálguðust Bracha, landtökubyggð Ísraela. 15.2.2005 00:01
Skoða aðstæður fyrir friðargæslu Afrískir og arabískir embættismenn skoðuðu þjálfunarbúðir fyrir lögreglumenn og ræddu við borgarstjórann í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þegar þeir komu þangað til að kanna aðstæður áður en ákvörðun verður tekin um að senda friðargæsluliða til landsins sem hefur búið við stjórnleysi í rúman áratug. 15.2.2005 00:01
Deila um vegatálma Ísraelskir og palestínskir samningamenn deildu í gær um hvernig staðið skyldi að brottför Ísraelshers frá Jeríkó á Vesturbakkanum og hvað gera skyldi við vegatálma og hersveitir í nágrenni borgarinnar. 15.2.2005 00:01