Erlent

Einkavæðing sætir rannsókn

Ríkissaksóknari Úkraínu mun rannsaka sölu 3.000 ríkisfyrirtækja sem voru einkavædd í valdatíð Leóníds Kútsjma, fyrrverandi forseta. Spurningar hafa vaknað um einkavæðingu margra ríkisfyrirtæki sem voru seld á mun lægra verði en búist var við. "Við munum koma þeim fyrirtækjum aftur í hendur ríkisins sem voru afhent óheiðarlegum einkaaðilum," sagði Júlía Tímósjenkó forsætisráðherra. Ekki er þó talið að stjórnvöld ætli að hafa fyrirtækin lengi í sinni eigu heldur verði þau seld hæstbjóðanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×