Erlent

Prestur dæmdur fyrir kynferðisbrot

Dómari dæmdi í dag fyrrverandi kaþólskan prest sem starfaði í Boston í Bandaríkjunum í 12 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungum dreng og beitt hann kynferðisofbeldi á níunda áratugnum. Málið er angi af miklu kynlífshneyksli innan kaþólsku kirkjunnar sem komst í hámæli árið 2002, en þá voru margir prestar í erkibiskupsdæminu í Boston sakaðir um að hafa beitt unga drengi kynferðisofbeldi. Presturinn sem um ræðir, Paul Shanley, var sviptur hempunni í kjölfar ásakananna en hann var í síðustu viku sakfelldur fyrir naugðun og kynferðisofbeldi gagnvart drengnum, sem nú er 27 ára, og hlaut sem fyrr segir 12 ára fangelsisdóm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×