Erlent

Bush boðar hörku

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Bandaríkjaþing til að framlengja gildistíma föðurlandslaganna svonefndu vegna þýðingar þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði hann við innsetningarathöfn Alberto Gonzales, nýskipaðs dómsmálaráðherra. Lögin voru samþykkt í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 en John Ashcroft, forveri Gonzales, barðist fyrir setningu þeirra. Þau veita yfirvöldum mjög rúmar heimildir til að fylgjast með borgurunum og hneppa þá í varðhald og því hafa mannréttindasamtök gagnrýnt þau harðlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×