Erlent

Óttast frekari árásir í Líbanon

MYND/AP
Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær. Stjórnvöld í landinu óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Líbanon segja yfirvöld í Sýrlandi og Líbanon ábyrg fyrir árásinni. Þeir hafa farið fram á afsögn ríkisstjórnarinnar og boða þriggja daga allsherjarverkfall í landinu. Leiðtogar heimsins hafa hver af öðrum fordæmt árásina. George Bush, Kofi Annan og Jacques Chirac hafa allir lagt áherslu á að komið verði í veg fyrir að allt fari í bál og brand á nýjan leik í Líbanon, en friðsamt hefur verið í landinu frá lokum borgarastyrjaldarinnar árið 1990.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×