Fleiri fréttir Al-Kaída enn stórhættuleg Al-Kaída samtökin eru enn fær um að gera mannskæðar árásir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þar segir enn fremur að aðeins sé tímaspursmál hvenær samtökunum takist að gera mannskæða árás. 15.2.2005 00:01 Sannfærður um að deilum sé lokið Mahmoud Abbas, nýkjörinn leiðtogi Palestínumanna, segist sannfærður um að langvinnum deilum Palestínumanna og Ísraelsmanna sé í raun lokið. Í viðtali við bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> í gær sagði Abbas að málflutningur Ariels Sharons í garð Palestínumanna væri gjörbreyttur og að í sameiningu væru leiðtogarnir tveir staðráðnir í að binda enda á ófriðinn. 14.2.2005 00:01 Stjórnmálamanni rænt í Írak Mannræningjar í Írak rændu í gær yfirmanni kristinnar stjórnmálahreyfingar í landinu. Maðurinn var á leið í höfuðstöðvar flokksins þegar honum var rænt. Sjónvarpsstöðin Al-Arabya greindi frá þessu í gær. 14.2.2005 00:01 Setja á fót norræna sjónvarpsstöð Íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru í hópi þeirra sem standa að stofnun sjónvarpsstöðvarinnar Skandinavíu sem á að sjónvarpa norrænu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Að sögn danska blaðsins <em>Politiken</em> standa alls 52 aðilar á Norðurlöndum að stöðinni og verður útsendingartími hennar frá klukkan þrjú á daginn til klukkan eitt eftir miðnætti. 14.2.2005 00:01 Norður-Kórea ekki kjarnorkuveldi Það er ekki tímabært að líta á Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi þrátt fyrir nýlegar yfirlýsingar Norður-Kóreumanna um að þeir búi yfir kjarnorkuvopnum. Þetta sagði sameiningarráðherra Suður-Kóreu í morgun. Hann segir að hvorki hafi verið staðfest að Norður-Kóreumenn eigi kjarnorkuvopn né að þau hafi verið prófuð, ef þau séu fyrir hendi sannanlega. 14.2.2005 00:01 Foreldrar barns 81 fundnir Búið er að finna rétta foreldra barns 81 sem fannst á lífi í rústum í kjölfar hamfaranna í Suðaustur-Asíu á annan í jólum. Níu konur sögðust vera mæður barnsins og þar sem ekki var hægt að sanna eitt né neitt var gripið til þess ráðs að gera DNA-próf. Nú hefur hið sanna komið í ljós en foreldrarnir þurfa þó að bíða í tvo daga til viðbótar uns þeir fá barnið afhent. 14.2.2005 00:01 Nýtt afbrigði af HIV-veirunni Nýtt afbrigði af HIV-veirunni, sem lyf bíta ekki á, fannst í manni í New York í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Það sem sérfræðingar óttast mest við þetta nýja afbrigði er að það virðist leiða mun fljótar til alnæmis en veiran gerir alla jafna. Ámóta afbrigði veirunnar hefur áður fundist en aldrei í þeirri mynd að ekki sé hægt að halda henni niðri með lyfjum. 14.2.2005 00:01 Mannskæð flóð í Kólumbíu Neyðarástand ríkir nú í norðurhluta Kólumbíu þar sem meira en tuttugu manns hafa látið lífið í miklum flóðum. Flóðin hafa jafnað meira en fimm þúsund hús við jörðu og 25 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Gríðarlegar rigningar hafa verið víða í Kólumbíu síðan á föstudaginn en að sögn veðurfræðinga er útlit fyrir að þeim muni brátt linna. 14.2.2005 00:01 Réðst vopnaður inn í barnaskóla Einn maður lést og tveir særðust þegar sautján ára piltur vopnaður hnífi réðst inn í barnaskóla í borginni Osaka í Japan. Engin börn slösuðust og hefur maðurinn verið handtekinn. Atvikið vekur upp minningar um morð á átta börnum í leikskóla í Japan fyrir fjórum árum. Árásarmaðurinn þá, sem var einnig vopnaður hnífi, var tekinn af lífi fyrir verknaðinn fyrir hálfu ári. 14.2.2005 00:01 Vill þjóðarsátt um ríkisstjórn Lykilmaður innan hreyfingar sjíta segir að ný ríkisstjórn í landinu verði ekki mynduð nema um hana ríki þjóðarsátt. Líklegt er talið að sjítar, sem hlutu nærri helming atkvæða í kosningunum 30. janúar, muni mynda samsteypustjórn með bandalagi Kúrda eða flokki Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðbirgðastjórnarinnar. 14.2.2005 00:01 Skemmdu olíuleiðslur í Kirkuk Uppreisnarmenn skemmdu í gærkvöldi gas- og olíuleiðslur í borginni Kirkuk í Írak. Tvær stórar sprengingar urðu í kjölfarið og í morgun voru slökkviliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlögum mikilla elda sem brutust út vegna skemmdarverkanna. 14.2.2005 00:01 Kostnaður meiri en aflaverðmæti Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti þeirra skipa sem verið er að fylgjast með. Þetta er niðurstaða sænskra blaða- og fréttamanna í Gautaborg sem könnuðu málið. 14.2.2005 00:01 Særður eftir árás á hermann Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu. 14.2.2005 00:01 Vill endurskoða starf innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu. 14.2.2005 00:01 Vill auka vægi ESB innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann kynnti um helgina hugmyndir sem auka vægi Evrópusambandsins og ýta öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, út á jaðarinn. 14.2.2005 00:01 Sögð leggja grunn að árás á Íran Stríðstólin sveima yfir Íran, samkvæmt fregnum bandarískra fjölmiðla, sem segja stjórnvöld í Washington leggja grunninn að innrás. 14.2.2005 00:01 Öflug sprenging í Beirút Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust í öflugri sprengingu í Beirút í Líbanon fyrir stundu. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons ók þar fram hjá. Nokkrir bílanna lentu í sprengingunni, sem var mjög öflug, en óljóst er um örlög forsætisráðherrans fyrrverandi. 14.2.2005 00:01 Engin lyf duga á HIV-afbrigðið Bráðsmitandi afbrigði HIV-veirunnar hefur fundist í Bandaríkjunum. Engin lyf virðast duga á þetta afbrigði, sem dregur menn til dauða á mun skemmri tíma en hingað til hefur sést. 14.2.2005 00:01 Hariri lést í sprengingu í Beirút Raffik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, lést þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag. Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók þar hjá. 14.2.2005 00:01 Lestarslys í Kaupmannahöfn Talið er að um tuttugu hafi slasast, þar af tveir alvarlega, eftir lestarslys norðan við Lyngby-járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Slysið var þegar lest á leið í suðurátt ók inn í hliðina á kyrrstæðri lest við norðurenda stöðvarinnar. Að sögn <em>Berlingske Tidende</em> eru lestarstjórarnir tveir mest slasaðir. 14.2.2005 00:01 Býður eftirlitsmenn velkomna Utanríkisráðherra Írans lýsti því yfir í dag að eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna væri velkomið skoða þá staði í landinu þar sem kjarnorkueldsneyti er framleitt. Þessi orð lét hann falla í kjölfar deilna Írana og Bandaríkjanna um kjarnorkumál, en þeir síðarnefndu telja Írana reyna að smíða kjarnavopn. 14.2.2005 00:01 Myrti einn kennara og særði annan Nú er komið í ljós að japanski drengurinn sem réðst vopnaður hnífi inn í barnaskóla í bænum Neyjagawa skammt frá Osaka í Japan myrti 52 ára kennara. Þá særði drengurinn tvo aðra alvarlega með hnífi, sextuga kennslukonu sem er talin í lífshættu og starfsmann mötuneytis. 14.2.2005 00:01 Komust burt með tíu milljónir Bankaræningjar komust undan með andvirði tíu milljóna íslenskra króna eftir bankarán í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Ræningjarnir voru tveir og hótuðu starfsfólki með skammbyssu og afsagaðri haglabyssu. Þeir voru í bankanum í tæpa klukkustund og yfirheyrðu starfsfólkið hvert í sínu lagi um hver hefði aðgang að bankahólfum. 14.2.2005 00:01 Rauð blóm bönnuð í Sádi-Arabíu Vesturlandabúar tjá margir hverjir ást sína með rauðum rósum á Valentínusardaginn, sem er í dag. Í Sádi-Arabíu er hins vegar með öllu bannað að selja rauð blóm í kringum þennan dag elskenda. Strangtrúaðir múslímar eru í herferð gegn þessum degi því samkvæmt þeirra sannfæringu eru aðeins tvær trúarhátíðir á ári, hátíðarhöld eftir föstuna og Haj-pílagrímaförin. 14.2.2005 00:01 Syrgja Hariri á götum úti Stuðningsmenn Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem lét lífið þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag, fara nú hrópandi um götur borgarinnar til að láta í ljós reiði sína og sorg vegna tilræðisins. Alls fórust tólf manns og tugir slösuðust þegar sprengjan sprakk í sömu andrá og bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók hjá. 14.2.2005 00:01 35 látnir í eldsvoða í Teheran Þrjátíu og fimm létust um það bil 200 slösuðust í eldsvoða í mosku í Teheran í Íran fyrr í dag. Íranska ríkissjónvarpið segir að eldur hafi kviknað út frá rafmagnshitablásara, en fjölmenni var við bænir í moskunni enda stutt í mikla trúarhátíð hjá sjítamúslímum. 14.2.2005 00:01 Öngþveiti í Madrid Loka þurfti götum kringum háhýsið sem brann til kaldra kola í Madríd um helgina. Samgöngur lömuðust og fleiri þúsundir komust ekki til vinnu sinnar þar sem hætta var á að turninn félli alveg saman. </font /></b /> 14.2.2005 00:01 Skorið úr um foreldra Nú liggur fyrir hverjir eru foreldrar þriggja mánaða gamals drengs sem lagður var inn á sjúkrahús eftir flóðbylgjuna á Indlandshafi. Niðurstaða lífsýnatöku sýnir að hjón sem börðust hvað harðast fyrir því að fá drenginn eru raunverulegir foreldrar hans. 14.2.2005 00:01 Cesar kominn til Maryland Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist alvarlega í Írak, er kominn á hersjúkrahús í Maryland í Bandaríkjunum. Móðir hans fór utan í dag og vonast hún til að hitta hann strax á morgun. Cesar Arnar særðist alvarlega í sprengjuárás og missti meðal annars sjón á öðru auga. 14.2.2005 00:01 625 lík hafa fundist Staðfest er að 625 erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra ríflega 167 þúsund fórnarlamba flóðbylgjunnar í Indlandshafi sem hafa fundist látin. Enn er tuga þúsunda manna saknað, þar af meira en tvö þúsund erlendra ríkisborgara. 14.2.2005 00:01 Háir hælar og Viagra til Indónesíu Vesturlandabúar hafa verið duglegir að safna hjálpargögnum fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar í Indlandshafi. Þó hafa gjafirnar komið að misjöfnu gagni og í raun ótrúlegustu hlutir sem hafa verið sendir til fólks sem á um sárt að binda. 14.2.2005 00:01 Íranir sverja af sér sakir Írönsk stjórnvöld eru ekki að þróa kjarnorkuvopn að sögn Kamel Kharrazi, utanríkisráðherra Írans. Bandarískt stjórnvöld og Evrópusambandið hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. 14.2.2005 00:01 Windsor-byggingin ekki endurreist Háhýsið sem brann í Madríd á Spáni um helgina er rústir einar, en það tók slökkviliðið sólarhring að slökkva eldinn. Windsor-byggingin er 32 hæða en lítið stendur eftir annað en burðarveggir. Byggingin var þekkt í Madríd en ekki er búist við því að hún verði endurreist. Svæðið í kring er enn lokað af þar sem óttast er að byggingin hrynji. Ekki liggur enn fyrir hvað olli brunanum. 14.2.2005 00:01 Mesta árás frá styrjaldarlokum Gríðaröflug sprengja kostaði þrettán lífið í Líbanon í dag, en þetta er mannskæðasta árás þar síðan að borgarastyrjöldinni lauk. Íslamskur öfgahópur lýsti tilræðinu á hendur sér. 14.2.2005 00:01 Óttast að nýr stofn breiðist út Nýr og ógnvekjandi stofn HIV-veirunnar var greindur í New York í síðustu viku. Engin lyf virðast duga á veiruna og hún leiðir til alnæmis mun hraðar en þekkst hefur hingað til. Óttast er að nýr stofn lyfjaónæmrar HIV-veiru breiðist nú út. 14.2.2005 00:01 Skýjakljúfur á Spáni í björtu báli Einn hæsti skýjakljúfur Madrídar, höfuðborgar Spánar, stóð í björtu báli í nótt. Eldur kom upp í Windsor-turninum svokallaða, sem er 110 metra hár, á 21. hæð hans um klukkan 9 í gærkvöld. Eldurinn breiddist hratt út og upp á við. 13.2.2005 00:01 Sjítar með 60% atkvæða? Sameinaða Íraks-bandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, segir því hafi verið tilkynnt að það hafi fengið sextíu prósent atkvæða í þingkosningunum sem haldnar voru á dögunum. Opinberlega verður greint frá úrslitum kosninganna í Írak síðar í dag. 13.2.2005 00:01 Hætta á fleiri kjarnorkuvopnum Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ef þjóðir heims hertu ekki eftirlit og reglur um kjarnorkuvopn væri hætta á því að hvert landið af öðru kæmi sér upp slíkum vopnum. 13.2.2005 00:01 Pyntaður með rafmagni á Guantanamo Ástrali sem nýlega var látinn laus úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu segist hafa verið laminn og pyntaður á meðan hann var í haldi Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í viðtali við hann í fréttaþættinum <em>60 mínútur</em> sem sýndur verður í Bandaríkjunum í kvöld. 13.2.2005 00:01 Skattur á flugvélaeldsneyti Þjóðverjar munu í þessari viku leggja til við fjármálaráðherra Evrópusambandsins að sérstakur skattur verði lagður á flugvélaeldsneyti. Það mun valda hækkun á flugfargjöldum. Búist er við að Þjóðverjar leggi til að þessi skattur verði 25 þúsund krónur á hvert tonn af flugvélaeldsneyti. 13.2.2005 00:01 Páfi flutti hluta blessunarinnar Jóhannes Páll páfi flutti í dag sína fyrstu sunnudagsblessun síðan hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í síðustu viku. Páfi var mjög veiklulegur og flutti aðeins hluta af blessuninni sjálfur; aðstoðarmenn hans lásu hitt. Páfi þakkaði þeim sem báðu fyrir honum í veikindum hans og gerði krossmark yfir mannfjöldanum. </font /> 13.2.2005 00:01 Erfitt að taka við friðargæslunni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið. 13.2.2005 00:01 Erfitt að taka við friðargæslunni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið. 13.2.2005 00:01 Sjíta-múslimar sigurvegarar í Írak Sameinaða Íraksbandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, er sigurvegari þingkosninganna í Írak sem haldnar voru á dögunum. Flokkurinn fékk 47,6% atkvæða en niðurstöðurnar voru gerðar kunngjörðar nú fyrir stundu. 13.2.2005 00:01 900 útköll í Danmörku vegna færðar Mikil snjór liggur nú yfir allri Danmörku og hefur björgunarþjónusta við bifreiðaeigendur fengið yfir 900 útköll síðan í gærkvöld. Lögregla víða um landið ræður fólki frá því að vera á ferðinni og að sleppa sunnudagsbíltúrnum að þessu sinni. 13.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Al-Kaída enn stórhættuleg Al-Kaída samtökin eru enn fær um að gera mannskæðar árásir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þar segir enn fremur að aðeins sé tímaspursmál hvenær samtökunum takist að gera mannskæða árás. 15.2.2005 00:01
Sannfærður um að deilum sé lokið Mahmoud Abbas, nýkjörinn leiðtogi Palestínumanna, segist sannfærður um að langvinnum deilum Palestínumanna og Ísraelsmanna sé í raun lokið. Í viðtali við bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> í gær sagði Abbas að málflutningur Ariels Sharons í garð Palestínumanna væri gjörbreyttur og að í sameiningu væru leiðtogarnir tveir staðráðnir í að binda enda á ófriðinn. 14.2.2005 00:01
Stjórnmálamanni rænt í Írak Mannræningjar í Írak rændu í gær yfirmanni kristinnar stjórnmálahreyfingar í landinu. Maðurinn var á leið í höfuðstöðvar flokksins þegar honum var rænt. Sjónvarpsstöðin Al-Arabya greindi frá þessu í gær. 14.2.2005 00:01
Setja á fót norræna sjónvarpsstöð Íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru í hópi þeirra sem standa að stofnun sjónvarpsstöðvarinnar Skandinavíu sem á að sjónvarpa norrænu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Að sögn danska blaðsins <em>Politiken</em> standa alls 52 aðilar á Norðurlöndum að stöðinni og verður útsendingartími hennar frá klukkan þrjú á daginn til klukkan eitt eftir miðnætti. 14.2.2005 00:01
Norður-Kórea ekki kjarnorkuveldi Það er ekki tímabært að líta á Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi þrátt fyrir nýlegar yfirlýsingar Norður-Kóreumanna um að þeir búi yfir kjarnorkuvopnum. Þetta sagði sameiningarráðherra Suður-Kóreu í morgun. Hann segir að hvorki hafi verið staðfest að Norður-Kóreumenn eigi kjarnorkuvopn né að þau hafi verið prófuð, ef þau séu fyrir hendi sannanlega. 14.2.2005 00:01
Foreldrar barns 81 fundnir Búið er að finna rétta foreldra barns 81 sem fannst á lífi í rústum í kjölfar hamfaranna í Suðaustur-Asíu á annan í jólum. Níu konur sögðust vera mæður barnsins og þar sem ekki var hægt að sanna eitt né neitt var gripið til þess ráðs að gera DNA-próf. Nú hefur hið sanna komið í ljós en foreldrarnir þurfa þó að bíða í tvo daga til viðbótar uns þeir fá barnið afhent. 14.2.2005 00:01
Nýtt afbrigði af HIV-veirunni Nýtt afbrigði af HIV-veirunni, sem lyf bíta ekki á, fannst í manni í New York í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Það sem sérfræðingar óttast mest við þetta nýja afbrigði er að það virðist leiða mun fljótar til alnæmis en veiran gerir alla jafna. Ámóta afbrigði veirunnar hefur áður fundist en aldrei í þeirri mynd að ekki sé hægt að halda henni niðri með lyfjum. 14.2.2005 00:01
Mannskæð flóð í Kólumbíu Neyðarástand ríkir nú í norðurhluta Kólumbíu þar sem meira en tuttugu manns hafa látið lífið í miklum flóðum. Flóðin hafa jafnað meira en fimm þúsund hús við jörðu og 25 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Gríðarlegar rigningar hafa verið víða í Kólumbíu síðan á föstudaginn en að sögn veðurfræðinga er útlit fyrir að þeim muni brátt linna. 14.2.2005 00:01
Réðst vopnaður inn í barnaskóla Einn maður lést og tveir særðust þegar sautján ára piltur vopnaður hnífi réðst inn í barnaskóla í borginni Osaka í Japan. Engin börn slösuðust og hefur maðurinn verið handtekinn. Atvikið vekur upp minningar um morð á átta börnum í leikskóla í Japan fyrir fjórum árum. Árásarmaðurinn þá, sem var einnig vopnaður hnífi, var tekinn af lífi fyrir verknaðinn fyrir hálfu ári. 14.2.2005 00:01
Vill þjóðarsátt um ríkisstjórn Lykilmaður innan hreyfingar sjíta segir að ný ríkisstjórn í landinu verði ekki mynduð nema um hana ríki þjóðarsátt. Líklegt er talið að sjítar, sem hlutu nærri helming atkvæða í kosningunum 30. janúar, muni mynda samsteypustjórn með bandalagi Kúrda eða flokki Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðbirgðastjórnarinnar. 14.2.2005 00:01
Skemmdu olíuleiðslur í Kirkuk Uppreisnarmenn skemmdu í gærkvöldi gas- og olíuleiðslur í borginni Kirkuk í Írak. Tvær stórar sprengingar urðu í kjölfarið og í morgun voru slökkviliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlögum mikilla elda sem brutust út vegna skemmdarverkanna. 14.2.2005 00:01
Kostnaður meiri en aflaverðmæti Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti þeirra skipa sem verið er að fylgjast með. Þetta er niðurstaða sænskra blaða- og fréttamanna í Gautaborg sem könnuðu málið. 14.2.2005 00:01
Særður eftir árás á hermann Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu. 14.2.2005 00:01
Vill endurskoða starf innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu. 14.2.2005 00:01
Vill auka vægi ESB innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann kynnti um helgina hugmyndir sem auka vægi Evrópusambandsins og ýta öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, út á jaðarinn. 14.2.2005 00:01
Sögð leggja grunn að árás á Íran Stríðstólin sveima yfir Íran, samkvæmt fregnum bandarískra fjölmiðla, sem segja stjórnvöld í Washington leggja grunninn að innrás. 14.2.2005 00:01
Öflug sprenging í Beirút Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust í öflugri sprengingu í Beirút í Líbanon fyrir stundu. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons ók þar fram hjá. Nokkrir bílanna lentu í sprengingunni, sem var mjög öflug, en óljóst er um örlög forsætisráðherrans fyrrverandi. 14.2.2005 00:01
Engin lyf duga á HIV-afbrigðið Bráðsmitandi afbrigði HIV-veirunnar hefur fundist í Bandaríkjunum. Engin lyf virðast duga á þetta afbrigði, sem dregur menn til dauða á mun skemmri tíma en hingað til hefur sést. 14.2.2005 00:01
Hariri lést í sprengingu í Beirút Raffik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, lést þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag. Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók þar hjá. 14.2.2005 00:01
Lestarslys í Kaupmannahöfn Talið er að um tuttugu hafi slasast, þar af tveir alvarlega, eftir lestarslys norðan við Lyngby-járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Slysið var þegar lest á leið í suðurátt ók inn í hliðina á kyrrstæðri lest við norðurenda stöðvarinnar. Að sögn <em>Berlingske Tidende</em> eru lestarstjórarnir tveir mest slasaðir. 14.2.2005 00:01
Býður eftirlitsmenn velkomna Utanríkisráðherra Írans lýsti því yfir í dag að eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna væri velkomið skoða þá staði í landinu þar sem kjarnorkueldsneyti er framleitt. Þessi orð lét hann falla í kjölfar deilna Írana og Bandaríkjanna um kjarnorkumál, en þeir síðarnefndu telja Írana reyna að smíða kjarnavopn. 14.2.2005 00:01
Myrti einn kennara og særði annan Nú er komið í ljós að japanski drengurinn sem réðst vopnaður hnífi inn í barnaskóla í bænum Neyjagawa skammt frá Osaka í Japan myrti 52 ára kennara. Þá særði drengurinn tvo aðra alvarlega með hnífi, sextuga kennslukonu sem er talin í lífshættu og starfsmann mötuneytis. 14.2.2005 00:01
Komust burt með tíu milljónir Bankaræningjar komust undan með andvirði tíu milljóna íslenskra króna eftir bankarán í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Ræningjarnir voru tveir og hótuðu starfsfólki með skammbyssu og afsagaðri haglabyssu. Þeir voru í bankanum í tæpa klukkustund og yfirheyrðu starfsfólkið hvert í sínu lagi um hver hefði aðgang að bankahólfum. 14.2.2005 00:01
Rauð blóm bönnuð í Sádi-Arabíu Vesturlandabúar tjá margir hverjir ást sína með rauðum rósum á Valentínusardaginn, sem er í dag. Í Sádi-Arabíu er hins vegar með öllu bannað að selja rauð blóm í kringum þennan dag elskenda. Strangtrúaðir múslímar eru í herferð gegn þessum degi því samkvæmt þeirra sannfæringu eru aðeins tvær trúarhátíðir á ári, hátíðarhöld eftir föstuna og Haj-pílagrímaförin. 14.2.2005 00:01
Syrgja Hariri á götum úti Stuðningsmenn Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem lét lífið þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag, fara nú hrópandi um götur borgarinnar til að láta í ljós reiði sína og sorg vegna tilræðisins. Alls fórust tólf manns og tugir slösuðust þegar sprengjan sprakk í sömu andrá og bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók hjá. 14.2.2005 00:01
35 látnir í eldsvoða í Teheran Þrjátíu og fimm létust um það bil 200 slösuðust í eldsvoða í mosku í Teheran í Íran fyrr í dag. Íranska ríkissjónvarpið segir að eldur hafi kviknað út frá rafmagnshitablásara, en fjölmenni var við bænir í moskunni enda stutt í mikla trúarhátíð hjá sjítamúslímum. 14.2.2005 00:01
Öngþveiti í Madrid Loka þurfti götum kringum háhýsið sem brann til kaldra kola í Madríd um helgina. Samgöngur lömuðust og fleiri þúsundir komust ekki til vinnu sinnar þar sem hætta var á að turninn félli alveg saman. </font /></b /> 14.2.2005 00:01
Skorið úr um foreldra Nú liggur fyrir hverjir eru foreldrar þriggja mánaða gamals drengs sem lagður var inn á sjúkrahús eftir flóðbylgjuna á Indlandshafi. Niðurstaða lífsýnatöku sýnir að hjón sem börðust hvað harðast fyrir því að fá drenginn eru raunverulegir foreldrar hans. 14.2.2005 00:01
Cesar kominn til Maryland Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist alvarlega í Írak, er kominn á hersjúkrahús í Maryland í Bandaríkjunum. Móðir hans fór utan í dag og vonast hún til að hitta hann strax á morgun. Cesar Arnar særðist alvarlega í sprengjuárás og missti meðal annars sjón á öðru auga. 14.2.2005 00:01
625 lík hafa fundist Staðfest er að 625 erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra ríflega 167 þúsund fórnarlamba flóðbylgjunnar í Indlandshafi sem hafa fundist látin. Enn er tuga þúsunda manna saknað, þar af meira en tvö þúsund erlendra ríkisborgara. 14.2.2005 00:01
Háir hælar og Viagra til Indónesíu Vesturlandabúar hafa verið duglegir að safna hjálpargögnum fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar í Indlandshafi. Þó hafa gjafirnar komið að misjöfnu gagni og í raun ótrúlegustu hlutir sem hafa verið sendir til fólks sem á um sárt að binda. 14.2.2005 00:01
Íranir sverja af sér sakir Írönsk stjórnvöld eru ekki að þróa kjarnorkuvopn að sögn Kamel Kharrazi, utanríkisráðherra Írans. Bandarískt stjórnvöld og Evrópusambandið hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. 14.2.2005 00:01
Windsor-byggingin ekki endurreist Háhýsið sem brann í Madríd á Spáni um helgina er rústir einar, en það tók slökkviliðið sólarhring að slökkva eldinn. Windsor-byggingin er 32 hæða en lítið stendur eftir annað en burðarveggir. Byggingin var þekkt í Madríd en ekki er búist við því að hún verði endurreist. Svæðið í kring er enn lokað af þar sem óttast er að byggingin hrynji. Ekki liggur enn fyrir hvað olli brunanum. 14.2.2005 00:01
Mesta árás frá styrjaldarlokum Gríðaröflug sprengja kostaði þrettán lífið í Líbanon í dag, en þetta er mannskæðasta árás þar síðan að borgarastyrjöldinni lauk. Íslamskur öfgahópur lýsti tilræðinu á hendur sér. 14.2.2005 00:01
Óttast að nýr stofn breiðist út Nýr og ógnvekjandi stofn HIV-veirunnar var greindur í New York í síðustu viku. Engin lyf virðast duga á veiruna og hún leiðir til alnæmis mun hraðar en þekkst hefur hingað til. Óttast er að nýr stofn lyfjaónæmrar HIV-veiru breiðist nú út. 14.2.2005 00:01
Skýjakljúfur á Spáni í björtu báli Einn hæsti skýjakljúfur Madrídar, höfuðborgar Spánar, stóð í björtu báli í nótt. Eldur kom upp í Windsor-turninum svokallaða, sem er 110 metra hár, á 21. hæð hans um klukkan 9 í gærkvöld. Eldurinn breiddist hratt út og upp á við. 13.2.2005 00:01
Sjítar með 60% atkvæða? Sameinaða Íraks-bandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, segir því hafi verið tilkynnt að það hafi fengið sextíu prósent atkvæða í þingkosningunum sem haldnar voru á dögunum. Opinberlega verður greint frá úrslitum kosninganna í Írak síðar í dag. 13.2.2005 00:01
Hætta á fleiri kjarnorkuvopnum Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ef þjóðir heims hertu ekki eftirlit og reglur um kjarnorkuvopn væri hætta á því að hvert landið af öðru kæmi sér upp slíkum vopnum. 13.2.2005 00:01
Pyntaður með rafmagni á Guantanamo Ástrali sem nýlega var látinn laus úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu segist hafa verið laminn og pyntaður á meðan hann var í haldi Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í viðtali við hann í fréttaþættinum <em>60 mínútur</em> sem sýndur verður í Bandaríkjunum í kvöld. 13.2.2005 00:01
Skattur á flugvélaeldsneyti Þjóðverjar munu í þessari viku leggja til við fjármálaráðherra Evrópusambandsins að sérstakur skattur verði lagður á flugvélaeldsneyti. Það mun valda hækkun á flugfargjöldum. Búist er við að Þjóðverjar leggi til að þessi skattur verði 25 þúsund krónur á hvert tonn af flugvélaeldsneyti. 13.2.2005 00:01
Páfi flutti hluta blessunarinnar Jóhannes Páll páfi flutti í dag sína fyrstu sunnudagsblessun síðan hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í síðustu viku. Páfi var mjög veiklulegur og flutti aðeins hluta af blessuninni sjálfur; aðstoðarmenn hans lásu hitt. Páfi þakkaði þeim sem báðu fyrir honum í veikindum hans og gerði krossmark yfir mannfjöldanum. </font /> 13.2.2005 00:01
Erfitt að taka við friðargæslunni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið. 13.2.2005 00:01
Erfitt að taka við friðargæslunni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið. 13.2.2005 00:01
Sjíta-múslimar sigurvegarar í Írak Sameinaða Íraksbandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, er sigurvegari þingkosninganna í Írak sem haldnar voru á dögunum. Flokkurinn fékk 47,6% atkvæða en niðurstöðurnar voru gerðar kunngjörðar nú fyrir stundu. 13.2.2005 00:01
900 útköll í Danmörku vegna færðar Mikil snjór liggur nú yfir allri Danmörku og hefur björgunarþjónusta við bifreiðaeigendur fengið yfir 900 útköll síðan í gærkvöld. Lögregla víða um landið ræður fólki frá því að vera á ferðinni og að sleppa sunnudagsbíltúrnum að þessu sinni. 13.2.2005 00:01