Erlent

Ráðist á Sýrlendinga í Líbanon

Æstur múgur réðst að sýrlenskum verkamönnum í Suður-Líbanon í dag. Þá réðst annar hópur með grjótkasti að sýrlenskri skrifstofu og endaði með því að bera eld að henni, en stjórnvöldum í Damaskus í Sýrlandi er kennt um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í gær. Sýrlensk yfirvöld hafa fordæmt morðið og neitað allri aðild að því. Bandaríkjastjórn telur hins vegar nær öruggt að Sýrlendingar beri ábyrgð á verknaðinum. Fimmtán þúsund sýrlenskir hermenn eru enn í Beirút þrátt fyrir að borgarastyrjöldinni í landinu hafi lokið árið 1990. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna morðsins og eru skólar, verslanir og allar helstu stofnanir lokaðar. Herinn er í viðbragðsstöðu vegna hættu á því að óreirðir kunni að brjótast út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×