Erlent

Fimmtíu slasaðir eftir lestarslys

Flytja þurfti fimmtíu manns á sjúkrahús í Kaupmannahöfn eftir að tvær lestir skullu saman á brautarstöðinni í Lyngby, úthverfi höfuðborgarinnar, um hádegisbilið í gær. Tveir eru alvarlega slasaðir, annar þeirra er lestarstjóri annarrar lestarinnar. Ekki er ljóst hvernig slysið bar að en netútgáfa Berlingske Tidende hermir að önnur lestin hafi ekið á talsverðri ferð aftan á hina lestina sem hafði staðnæmst við brautarstöðina. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna slyssins en 23 sjúkrabílar fluttu hina slösuðu af vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×