Erlent

Mikið manntjón í eldsvoða

Að minnsta kosti 59 manns biðu bana í miklum eldsvoða sem kom upp í bænarhúsi í Teheran í Íran í gærkvöldi. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar slæða konu sem var við bænir lenti í gasolíuhitara. Meira en fjögur hundruð manns voru inni í moskunni þegar eldurinn kom upp og greip þegar um sig mikil skelfing. Að sögn vitna braut fólk glugga og hljóp hvert í veg fyrir annað með þeim afleiðingum að sumir tróðust undir. Meira en 250 manns eru slasaðir eftir eldsvoðann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×