Erlent

Sagði af sér vegna gúmmítékka

Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu. Kjær sagðist ekki hafa gerst sek um neitt ólöglegt. Mistök hennar hefðu verið þau að hafa ekki nógu gott eftirlit með fjárhag heimilisins. Hún sagði mann sinn hafa átt að greiða reikningana en hann greiddi fyrir húsgögnin með gúmmítékka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×