Erlent

Íslendingur í haldi í Sómalíu

Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Öll áhöfnin bjargaðist. Skipbrotsmenn voru fluttir til Sómalíu og hafa Íslendingurinn og Norðmennirnir ekki enn fengið að halda heimleiðis, en aðrir úr áhöfninni voru heimamenn. Sendiherra Norðmanna í Eþíópíu vinnur að lausn mannanna, að sögn norska útvarpsins í morgun, og haft er eftir öðrum Norðmanninum að vel fari um þá þrátt fyrir ástandið í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×