Erlent

Tíu þúsund börn munaðarlaus

Allt að tíu þúsund börn í Aceh-héraði í Indónesíu eru munaðarlaus í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mun lægri tala en óttast var í upphafi, en alls fórust um 240 þúsund íbúar í héraðinu eða er enn saknað. Lítill hluti munaðarlausu barnanna á engan að þar sem heilu ættirnar þurrkuðust út. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að allt að helmingur fórnarlamba flóðbylgjunnar hafi verið börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×