Erlent

Kennslukona giftist nemanda sínum

Bandarísk kennslukona sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga nemanda sínum hyggst nú giftast honum, tæpu ári eftir að afplánuninni lauk. Mary Letourneau var 34 ára gömul fjögurra barna móðir þegar hún hóf ástarsamband við nemanda sinn, Vili Fualaau, árið 1996 en hann var þá tólf ára gamall. Hún var fljótlega handtekin fyrir athæfið og hlaut vægan dóm enda ófrísk. Ári síðar var hún aftur handtekin fyrir sömu sakir og fékk þá sjö og hálfs árs dóm, þá aftur ófrísk. Nú er þau skötuhjúin loks sameinuð á ný með börnunum sínum tveimur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×