Erlent

Innflytjendur HIV-prófaðir

Ef tillögur breskra íhaldsmanna ná fram að ganga munu allir innflytjendur sem koma til Bretlands frá löndum utan Evrópu verða rannsakaðir af læknum til að sjá hvort þeir séu smitaðir af HIV-veirunni, lifrarbólgu eða berklum. Berklasjúklingar yrðu sendir úr landi en mál annarra sjúklinga yrðu skoðuð sérstaklega. Michael Howard, leiðtogi íhaldsmanna, sagði í samtali við dagblaðið Independent að með þessu mætti koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið yrði misnotað. Talsmenn innflytjenda hafa gagnrýnt tillögurnar harðlega. Búist er við að boðað verði til kosninga í Bretlandi með vorinu og er þetta útspil íhaldsmanna vafalaust hluti af kosningabaráttunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×