Kreppa og reiði í stað friðar 15. febrúar 2005 00:01 Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi, er í dag stjórnmálakreppa og reiði. Hariri var ráðinn af dögum með bílsprengju í gær og lýsti áður óþekktur íslamskur öfgahópur tilræðinu á hendur sér. Borið var við tengslum Hariris við Sádi-Arabíu, en hann auðgaðist þar sem verktaki áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum. Í morgun var hins vegar birt önnur yfirlýsing á síðu sem tengist al-Qaida þar sem því var vísað á bug að al-Qaida hefði nokkuð með morðið að gera. Þar er því haldið fram að sprengjutilræðið sé verk leyniþjónustu annaðhvort í Sýrlandi, Líbanon eða Ísrael. Öryggissérfræðingur sem Reuters vitnaði til í gær taldi einnig mestar líkur á að leyniþjónusta hefði skipulagt tilræðið þar sem enginn hryðjuverkahópur gæti skipulagt jafn nákvæmt sprengjutilræði með þrjú hundruð kílóum af sprengiefni. Böndin berast að Sýrlandi, en Hariri sagði af sér forsætisráðherraembætti til að mótmæla því að stjórnvöld í Sýrlandi þrýstu á um að forseti Líbanons, sem þau studdu, yrði lengur í embætti. Hariri var meðal þeirra sem krafðist þess að sýrlenskir hermenn í Líbanon hyrfu á braut hið fyrsta. Stjórnvöld í Líbanon óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. Tilræðið hefur á ný vakið tortryggni og illsku sem var áberandi í borgarastríðinu sem stóð frá 1975 til 1990. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Líbanon segja yfirvöld í Sýrlandi og Líbanon bera ábyrgð á árásinni. Þeir hafa farið fram á afsögn ríkisstjórnarinnar og boða þriggja daga allsherjarverkfall í landinu. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir og verða skólar, verslanir sem og allar stofnanir, bæði ríkis- og einkareknar, lokaðar næstu þrjá dagana. Leiðtogar heimsins hafa hver af öðrum fordæmt árásina. George Bush, Kofi Annan og Jacques Chirac hafa allir lagt áherslu á mikilvægi þess að komið verði í veg fyrir að allt fari í bál og brand á nýjan leik í Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi, er í dag stjórnmálakreppa og reiði. Hariri var ráðinn af dögum með bílsprengju í gær og lýsti áður óþekktur íslamskur öfgahópur tilræðinu á hendur sér. Borið var við tengslum Hariris við Sádi-Arabíu, en hann auðgaðist þar sem verktaki áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum. Í morgun var hins vegar birt önnur yfirlýsing á síðu sem tengist al-Qaida þar sem því var vísað á bug að al-Qaida hefði nokkuð með morðið að gera. Þar er því haldið fram að sprengjutilræðið sé verk leyniþjónustu annaðhvort í Sýrlandi, Líbanon eða Ísrael. Öryggissérfræðingur sem Reuters vitnaði til í gær taldi einnig mestar líkur á að leyniþjónusta hefði skipulagt tilræðið þar sem enginn hryðjuverkahópur gæti skipulagt jafn nákvæmt sprengjutilræði með þrjú hundruð kílóum af sprengiefni. Böndin berast að Sýrlandi, en Hariri sagði af sér forsætisráðherraembætti til að mótmæla því að stjórnvöld í Sýrlandi þrýstu á um að forseti Líbanons, sem þau studdu, yrði lengur í embætti. Hariri var meðal þeirra sem krafðist þess að sýrlenskir hermenn í Líbanon hyrfu á braut hið fyrsta. Stjórnvöld í Líbanon óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. Tilræðið hefur á ný vakið tortryggni og illsku sem var áberandi í borgarastríðinu sem stóð frá 1975 til 1990. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Líbanon segja yfirvöld í Sýrlandi og Líbanon bera ábyrgð á árásinni. Þeir hafa farið fram á afsögn ríkisstjórnarinnar og boða þriggja daga allsherjarverkfall í landinu. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir og verða skólar, verslanir sem og allar stofnanir, bæði ríkis- og einkareknar, lokaðar næstu þrjá dagana. Leiðtogar heimsins hafa hver af öðrum fordæmt árásina. George Bush, Kofi Annan og Jacques Chirac hafa allir lagt áherslu á mikilvægi þess að komið verði í veg fyrir að allt fari í bál og brand á nýjan leik í Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira