Fleiri fréttir

Tímasprengja orsakavaldurinn?

Tímasprengja kann að vera ástæða þess að íbúð í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi sprakk í gærmorgun. Maður sem stal verðmætum bókum af konunglega bókasafninu í Stokkhólmi bjó í íbúðinni.

Japanskir hermenn áfram í Írak

Ríkisstjórn Japans samþykti í gær að framlengja dvöl japanskra hermanna í Írak í allt að eitt ár, þrátt fyrir harða andstöðu almennings í landinu. Yfir 60 prósent Japana vilja að hermennirnir fari heim á nýjan leik. Koizumi, forsætisráðherra Japans, er dyggur stuðningsmaður George Bush og hefur fórnað töluverðum vinsældum heima fyrir til þess að styðja leiðtogann í vestri.

Nýtt friðarsamkomulag á N-Írlandi

Endanlegt friðarsamkomulag á Norður-Írlandi liggur fyrir en ljósmyndir koma í veg fyrir að það sé undirritað. Talsmenn Írska lýðveldishersins segja ekki koma til greina að ljósmyndir verði teknar af því þegar vopn lýðveldishersins verða eyðilögð, og það geta mótmælendur ekki sætt sig við.

Róttækar breytingar á CIA

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að gera róttækar breytingar á leyniþjónustu landsins. Starfsemi leyniþjónustunnar hefur ekki verið breytt síðan á tímum kalda stríðsins en með tilliti til nýrrar heimsmyndar þótti rétt að nútímavæða leyniþjónustuna bandarísku.

Engisprettusveimur í Mexíkó

Þykkur engisprettusveimur liggur yfir Júkatan-skaga á Mexíkó sem stendur og veldur þar miklum usla. Stærsti sveimurinn sem sést hefur var fimm hundruð metra langur. Yfirvöld segja þó að engisspretturnar séu enn sem komið er engin ógn en bændur hafa skiljanlega miklar áhyggjur af uppskerunni sinni.

OPEC-ríkin minnki olíuframleiðslu

Sérfræðingar OPEC, Samtaka olíuframleiðsluríkja, kanna nú hvort að lækkun á olíufatinu á heimsmarkaði réttlæti að ríkin dragi úr framleiðslu sinni. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi á morgun til að komast að niðurstöðu og segir ráðherra Írans að ekki hafi náðst samkomulag um stefnuna enn sem komið er.

Örlög Berlusconis að ráðast

Dómarar sem hafa mútumál tengt Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á sínum borðum ráða nú ráðum sínum og segjast greina frá niðurstöðu sinni á morgun. Berlusconi er sakaður um að hafa mútað nokkrum dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæða úrskurði í málum sem snertu Fininvest-veldið hans.

Reykingar slæmar fyrir heilann

Reykingar eru ekki aðeins slæmar fyrir lungun og hjartað heldur fara þær líka illa með heilastarfsemina. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoskrar rannsóknar sem staðið hefur yfir í hartnær sextíu ár. Skoðað var hvernig hugarstarfsemi breyttist með aldrinum hjá tæplega 500 manns, þar af rúmlega 200 reykingamönnum.

2 handteknir vegna Madrídar-árása

Lögregla á Spáni handtók í morgun tvo menn í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Madríd þann 11. mars á þessu ári. Mennirnir, sem eru af egypsku og sýrlensku bergi brotnir, eru sagðir hafa tengsl við sjö af þeim mönnum sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengjum í lestum í Madríd þann dag.

Vill bæta samskiptin við Evrópu

Bush Bandaríkjaforseti vill reyna að bæta samskiptin við Evrópuríkin, að sögn evrópskra embættismanna hjá NATO. Af þessum sökum hyggst Bush heimsækja höfuðstöðvar bandalagsins í lok febrúar á næsta ári. Bandaríkjamenn óskuðu í morgun eftir frekari aðstoð Evrópuþjóða í Írak og Afganistan.

Barnæskan hörmuleg lífsreynsla

Barnæskan er hörmuleg lífsreynsla fyrir helming barna á jörðinni. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Ný hvalategund í Kyrrahafi?

Hvalur sem hefur rödd ólíka öllum öðrum hvölum hefur svamlað um Kyrrahafið undanfarin tólf ár. Bandarískir vísindamenn segja að hvalurinn sé einn á ferð en þeir hafa enga hugmynd um af hvaða tegund hvalurinn er.

Evrópa axli sinn hlut í Írak

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, sagði á fundi með utanríkisráðherrum bandalagsins í dag að tengslin við Bandaríkin væru undir því komin að Evrópuríki axli sinn hlut í öryggismálum í Írak og Afganistan. </font /></font />

Kvennalisti stofnaður í Svíþjóð?

Femínistar í Svíþjóð íhuga að stofna Kvennalista fyrir næstu kosningar sem fara fram árið 2006. Líklegur formaður flokksins er Gudrun Schyman sem vék formannssæti í Vinstri flokknum á síðasta ári eftir að hún hafði verið saksótt fyrir skattsvik.

Vill ganga frá stjórnarmyndun

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hvatti flokksmenn sína í Líkúd-bandalaginu til þess í dag að greiða atkvæði með stjórnarsamvinnu Líkúd og Verkamannaflokksins. Ef þeir gera það ekki verður að efna til kosninga með hraði og það gæti gert að engu áætlanir hans um að flytja ísraelska landnema frá Gasasvæðinu.

Hindruðu hryðjuverkaárás á London

Breska leyniþjónustan hefur komið í veg fyrir árás á London sem átti að vera svipuð þeirri sem gerð var á járnbrautalestarnar í Madríd í mars á þessu ári. Tæplega tvöhundruð manns létu lífið í þeirri árás. Yfirvöld í Bretlandi segjast ekki geta gefið frekari upplýsingar um hina fyrirhuguðu árás í London að sinni af lagalegum ástæðum.

Líkja eftir Mars í miðri Moskvu

Rússneskir vísindamenn leita nú að sex sjálfboðaliðum sem eru reiðubúnir að láta loka sig af í sérsmíðaðri vísindastofu í Mosvku í 500 daga án þess að stíga nokkurn tíma út meðan á dvölinni stendur. Þar á að líkja eftir skilyrðum sem geimfarar á Mars þyrftu að kljást við og er tilraunin hugsuð sem undirbúningur að slíkri ferð.

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð

Hæstiréttur Kanada hefur gefið ríkisstjórn landsins grænt ljós á að leyfa hjónabönd samkynhneigðra en gekk ekki svo langt að segja að hún væri skyldug til þess vegna ákvæða í stjórnarskrá landsins.

Fjórir myrtir á skemmtistað

Fimm létu lífið og tveir særðust þegar maður hóf skothríð á skemmtistað í Ohio í fyrrinótt. Annar þeirra særðu er lífshættulega slasaður.

Fleiri lifa sár sín af en áður

Dánartíðni særðra bandarískra hermanna hefur aldrei verið lægri en í stríðinu í Írak. Í Persaflóastríðinu og Víetnamstríðinu lést fjórði hver hermaður sem særðist en núna er það hlutfall komið niður í tíunda hvern hermann, að því er fram kom í frétt Washington Post.

Fátækt og stríð hjá milljarð barna

Annað hvert barn í heiminum þjáist af fátækt, stríðsátökum eða alnæmisfaraldrinum að því er fram kemur í ársskýrslu Barnahjálpar sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að meira en milljarður barna á um sárt að binda.

Hjúkrunarfræðingar heiðarlegastir

Hjúkrunarfræðingar eru heiðarlegastir og hafa best siðferði allra starfsstétta að mati Bandaríkjamanna. Bílasalar njóta hins vegar minnsta traustsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar í Bandaríkjunum sem birtust í gær.

Viðbúnaður WHO vegna fuglaflensu

"Við sjáum vísbendingar um að yfirvofandi sé heimsfaraldur skæðrar inflúensu," sagði Lee Jong-wook, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), á blaðamannafundi sem haldinn var í byrjun fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík í gær og áréttaði að stofnuninni væri mjög umhugað um málið.

Leyniþjónusta í lamasessi

Miklar breytingar eru framundan í bandarísku leyniþjónustunni en þær stofnanir sem annast leynilega upplýsingaöflun hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki séð fyrir atburði á borð við 11. september.

Sigur fyrir samkynhneigða í Kanada

Hæstiréttur Kanada segir að giftingar samkynhneigðra brjóti ekki gegn stjórnarskrá landsins. Stjórnvöld geti hins vegar ekki þvingað presta til að gifta samkynhneigða ef þeir telji það andstætt trú sinni.

Þyrla hrapaði í hafið við Alaska

Þyrla strandgæslunnar í Alaska hrapaði í Barentshafið með 10 manna áhöfn. Fjórum var bjargað af annarri þyrlu en sex er saknað.

Mladic á launum hjá stjórn Serbíu

Ratko Mladic, serbneski herforinginn sem ákærður hefur verið fyrir fjöldamorðin í Srbrenica í Bosníu, var á launaskrá júgóslavneska hersins til 2001 og á eftirlaunum hjá her Bosníu-Serba til 2002. Þetta kemur fram í gögnum sem bosníska blaðið Dnevni Avaz hefur komist yfir.

Sprenging í íbúð í Stokkhólmi

Lögreglu í Stokkhólmi grunar að sprengja hafi sprungið í fjölbýlishúsi í miðborg Stokkhólms í morgun. Svo virðist sem sprengingin hafi orðið á fimmtu hæð og við það hafi risíbúðin fyrir ofan sprungið í tætlur. Eins manns er saknað, þess er bjó í risíbúðinni, en aðeins tveir slösuðust og báðir minniháttar.

Þingið reynir aftur í dag

Þingið í Úkraínu mun í dag á nýjan leik reyna að ná samkomulagi um breytingar á kosningalöggjöf í landinu til þess að minnka líkurnar á misferli í forsetakosningunum sem endurtaka á þann 26. desember næstkomandi.

Róttækar breytingar á CIA

Róttækustu breytingar á bandarísku leyniþjónustunni síðan í lok kalda stríðsins hafa verið samþykktar af fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Meðal annars verður búin til ný staða yfirmanns sem mun hafa það hlutverk að samræma aðgerðir FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, og CIA-leyniþjónustunnar.

Líklega eitrað fyrir Júsjenko

Austurrískur læknir sem stjórnar rannsókninni á því hvort hugsanlega hafi verið eitrað fyrir Viktori Júsjenko, forsetaframbjóðanda í Úkraínu í aðdraganda kosninganna, segist ekki geta útilokað þann möguleika. Breska dagblaðið <em>Times </em>segir í dag að það sé aðeins tímaspursmál hvenær læknarnir finni út hvert efnið sé.

Stuðningsmenn Saddams í Sýrlandi

Uppreisnarmenn í Írak njóta aðstoðar Sýrlendinga. Þetta er mat heimildarmanna <em>Washington Post</em> úr röðum herleyniþjónustumanna og byggir matið á upplýsingum sem aflað var í Bagdad og Fallujah í síðasta mánuði. Talið er að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hússeins séu í Sýrlandi og komi þaðan fé til uppreisnarmannanna.

Ný lög samþykkt í Úkraínu

Úkraínska þingið samþykkti fyrir stundu lög og stjórnarskrárbreytingar sem heimila að forsetakosningarnar í landinu verði endurteknar. 402 af 450 þingmönnum samþykktu frumvarp sem koma á í veg fyrir að kosningasvindl verði með sama hætti og þegar kosið var í nóvember.

Sex Írakar hafa fallið í morgun

Þrír Írakar féllu þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á bandaríska hervagnalest í borginni Samarra í Írak í morgun. Bíl var ekið upp að bílalestinni og hann sprengdur í loft upp. Írakskur lögreglumaður féll einnig þegar uppreisnarmenn réðust á hóp bandarískra hermanna í borginni.

IBM hættir framleiðslu einkatölva

Tölvurisinn IBM hefur ákveðið að hætta framleiðslu einkatölva og hefur selt kínverska fyrirtækinu Lenovo þann hluta fyrirtækisins. IBM var meðal frumkvöðlanna í einkatölvuframleiðslu snemma á níunda áratug síðustu aldar en hefur ekki grætt neitt á einkatölvuframleiðslu í dágóðan tíma.

FBI varð vitni að pyntingum

Útsendarar alríkislögreglunnar FBI urðu vitni að mjög ofbeldisfullum yfirheyrslum yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í fangelsinu á Guantanamo-flóa á Kúbu árið 2002 og vara við því að sambærilegar yfirheyrslur kunni að hafa átt sér stað í Írak eftir Abu-Ghraib hneykslið.

Heimsmet í maraþongríni

Grínisti frá Kólombíu hefur slegið heimsmetið í maraþongríni. Hinn glaðlyndi Joze Ordonez sló sitt eigið met með því að reita af sér níu þúsund brandara í útvarpi í meira en 65 klukkustundir sleitulaust. Eina hvíldin sem grínarinn úthaldsgóði fékk voru þrjár mínútur á hverjum klukkutíma.

Útiloka ekki sprengjutilræði

Lögregla vill ekki útiloka að sprengja hafi sprungið í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi í morgun. Eins er saknað eftir sprenginguna. Þó að lögregla vilji ekki útiloka sprengitilræði er jafnframt talið hugsanlegt að gassprenging hafi orðið.

Spenna Vesturlanda og Rússa vex

Úkraínska þingið samþykkti í morgun lög sem gera það kleift að halda nýjar kosningar í landinu. Spennan á milli Vesturlanda, Rússlands og stjórnvalda í Úkraínu fer vaxandi og var fundi utanríkisráðherra NATO með utanríkisráðherra Úkraínu frestað í morgun.

Kosningarnar fari fram á 2-3 vikum

Óháð nefnd sem fjallar um framkvæmd kosninga í Írak útilokar ekki að kosningarnar fari fram á tveggja til þriggja vikna tímabili. Sem fyrr verður viðmiðunardagurinn þó 30. janúar á næsta ári.

Barghouthi býður sig ekki fram

Marwan Barghouthi mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum í Palestínu ef teikn verða á lofti um að Mahmoud Abbas muni framkvæma hluti sem falli að hugmyndafræði Barghoutis, verði hann kjörinn forseti. Búist var við harðri baráttu á milli þeirra Abbas, sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn vilja að verði næsti forseti Palestínu, og hins herskáa Barghoutis.

Vopnasölubanni Kína ekki aflétt

Evrópusambandið mun ekki aflétta vopnasölubanni á Kína enn um sinn, að sögn Bens Bots, forseta Evrópusambandsins. Hann segir þó að vonast sé til þess að banninu verði aflétt á næsta ári. Bæði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands hafa lýst því yfir að þeir vilji að banninu verði aflétt sem fyrst.

Blair vill ekki rannsókn í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að hann setji á fót óháða rannsókn á því hve margir óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Írak síðan ráðist var inn í landið. Hópur fyrrverandi sendiherra, fræðimanna, auk biskups og herforingja sendu Blair í dag áskorun þess efnis að hann setti slíka rannsókn af stað.

Andspyrnan fjármögnuð frá Sýrlandi

Vígamenn í Írak njóta mun meiri stuðnings frá Írak en áður var talið, að sögn bandarískra leyniþjónustumanna sem Washington Post ræddi við. Þeir segja að fyrrum stuðningsmenn Saddams Hussein hafi fundið sér hæli í Sýrlandi og noti það til að dæla peningum til vígamanna og veita þeim annan stuðning.

Föngum misþyrmt eftir Abu Ghraib

Bandarískir hermenn héldu áfram að misþyrma föngum í Írak eftir að komið var upp um fangamisþyrmingar í Abu Ghraib-fangelsi síðasta vor. Þetta kemur fram í skjölum sem gerð voru opinber í fyrradag að kröfu bandarísku mannréttindasamtakanna American Civil Liberties Union.

Sjá næstu 50 fréttir