Erlent

Vopnasölubanni Kína ekki aflétt

Evrópusambandið mun ekki aflétta vopnasölubanni á Kína enn um sinn, að sögn Bens Bots, forseta Evrópusambandsins. Hann segir þó að vonast sé til þess að banninu verði aflétt á næsta ári. Bæði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands hafa lýst því yfir að þeir vilji að banninu verði aflétt sem fyrst. Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú með kínverskum stjórnvöldum í Hollandi og í sameiginlegri tilkynningu segir að vilji sé fyrir því að aflétta banninu, en það sé þó ekki tímabært.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×