Erlent

Kvennalisti stofnaður í Svíþjóð?

MYND/Reuters
Femínistar í Svíþjóð íhuga að stofna Kvennalista fyrir næstu kosningar sem fara fram árið 2006. Líklegur formaður flokksins er Gudrun Schyman sem vék formannssæti í Vinstri flokknum á síðasta ári eftir að hún hafði verið saksótt fyrir skattsvik. Schyman, sem hefur viðurkennt að hún hafi verið alkóhólisti, er einn af vinsælustu stjórnmálamönnum Svíþjóðar, þótt hún sé að sönnu umdeild. Hún er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir og lagði nýlega til að sérstakur skattur yrði lagður á alla karlmenn til þess að standa undir kostnaði þjóðfélagsins af konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×