Erlent

Örlög Berlusconis að ráðast

Dómarar sem hafa mútumál tengt Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á sínum borðum ráða nú ráðum sínum og segjast greina frá niðurstöðu sinni á morgun. Berlusconi er sakaður um að hafa mútað nokkrum dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæða úrskurði í málum sem snertu Fininvest-veldið hans. Saksóknarar krefjast átta ára fangelsisdóm og að Berlusconi verði bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis það sem eftir er ævinnar. Berlusconi þvertekur fyrir að nokkuð sé til í ásökununum og segir málið pólitískar nornaveiðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×