Erlent

Róttækar breytingar á CIA

Róttækustu breytingar á bandarísku leyniþjónustunni síðan í lok kalda stríðsins hafa verið samþykktar af fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Meðal annars verður búin til ný staða yfirmanns sem mun hafa það hlutverk að samræma aðgerðir FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, og CIA-leyniþjónustunnar. Með þessu verður í raun einn maður yfir allri njósnastarfsemi í Bandaríkjunum og mun hann einnig stjórna því hvernig peningum verður skipt á milli einstakra stofnana. Þá verður jafnframt sett á laggirnar miðstöð fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Frumvarpið sjálft fer fyrir þingið í dag og búist er við að George Bush, sem barðist hart fyrir að fá þessar breytingar í gegn, undirriti það sem lög fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×