Erlent

Barghouthi býður sig ekki fram

Marwan Barghouthi mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum í Palestínu ef teikn verða á lofti um að Mahmoud Abbas muni framkvæma hluti sem falli að hugmyndafræði Barghoutis, verði hann kjörinn forseti. Búist var við harðri baráttu á milli þeirra Abbas, sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn vilja að verði næsti forseti Palestínu, og hins herskáa Barghoutis sem nú situr í fangelsi. Fari svo að Barghouti hætti við að bjóða sig fram verður Abbas nánast sjálfkjörinn í embættið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×