Erlent

Róttækar breytingar á CIA

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að gera róttækar breytingar á leyniþjónustu landsins. Starfsemi leyniþjónustunnar hefur ekki verið breytt síðan á tímum kalda stríðsins en með tilliti til nýrrar heimsmyndar þótti rétt að nútímavæða leyniþjónustuna bandarísku. Meðal annars verður nú sett á fót staða yfirmanns allrar leyniþjónustu sem sjá mun um að samræma aðgerðir allra fimmtán leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna og alríkislögreglunnar. Ekki hefur enn verið ákveðið hver verður fyrstur til þess að gegna stöðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×