Erlent

Reykingar slæmar fyrir heilann

Reykingar eru ekki aðeins slæmar fyrir lungun og hjartað heldur fara þær líka illa með heilastarfsemina. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoskrar rannsóknar sem staðið hefur yfir í hartnær sextíu ár. Skoðað var hvernig hugarstarfsemi breyttist með aldrinum hjá tæplega 500 manns, þar af rúmlega 200 reykingamönnum. Í ljós kom að þeir sem reyktu stóðu sig verr á fimm mismunandi prófum heldur en þeir sem ekki reyktu eða voru hættir að reykja. Jafnvel þegar tekin voru út möguleg áhrif félagslegra þátta og annarra heilsutengdra þátta en reykinga voru slæm áhrif reykinga enn til staðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×