Erlent

Fleiri lifa sár sín af en áður

Dánartíðni særðra bandarískra hermanna hefur aldrei verið lægri en í stríðinu í Írak. Í Persaflóastríðinu og Víetnamstríðinu lést fjórði hver hermaður sem særðist en núna er það hlutfall komið niður í tíunda hvern hermann, að því er fram kom í frétt Washington Post. "Áður fyrr töldum við að mannfall endurspeglaði ofsa stríðsins. Nú sýnir tala látinna hversu vel læknum tekst að bjarga lífum," sagði skurðlæknirinn Atul Gawande í viðtali við blaðið. Hann sagði hina hliðina á því hversu mörgum lífum væri bjargað að eftir væru hlutfallslega fleiri mjög illa bæklaðir hermenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×