Erlent

Hjúkrunarfræðingar heiðarlegastir

Hjúkrunarfræðingar eru heiðarlegastir og hafa best siðferði allra starfsstétta að mati Bandaríkjamanna. Bílasalar njóta hins vegar minnsta traustsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar í Bandaríkjunum sem birtust í gær. Nær 80 prósent allra sem tóku þátt treystu hjúkrunarfræðingum vel eða mjög vel. Kennarar nutu næstmests trausts í könnuninni, eða rúmlega 70 prósent, en aðeins um níu prósent þáttakenda sögðust treysta bílasölum. Blaða- og fréttamenn þykja heldur ekki traustsins verðir og njóta aðeins trausts rúmlega fimmtungs Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×