Erlent

Ný hvalategund í Kyrrahafi?

Hvalur sem hefur rödd ólíka öllum öðrum hvölum hefur svamlað um Kyrrahafið undanfarin tólf ár. Bandarískir vísindamenn segja að hvalurinn sé einn á ferð. Þeir fengu aðgang að hljóðupptökum frá bandaríska flotanum, úr tækjum sem notuð eru til þess að fylgjast með ferðum kafbáta, og komust að því að þessi einstaki hvalur hefur dólað um Norður-Kyrrahafið síðan 1992. Vísindamennirnir hafa enga hugmynd um af hvaða tegund hvalurinn er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×