Erlent

Sigur fyrir samkynhneigða í Kanada

Hæstiréttur Kanada segir að giftingar samkynhneigðra brjóti ekki gegn stjórnarskrá landsins. Stjórnvöld geti hins vegar ekki þvingað presta til að gifta samkynhneigða ef þeir telji það andstætt trú sinni. Kanadíska ríkisstjórnin óskaði eftir áliti hæstaréttar þar sem hún hyggst í byrjun næsta árs leggja fram frumvarp um lögleiðingu giftinga samkynhneigðra. Búist er við snörpum umræðum um málið á kanadíska þinginu. Ef frumvarpið verður samþykkt verður Kanada þriðja landið til að lögleiða giftingar samkynhneigðra. Það er nú þegar löglegt í Belgíu og Hollandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×