Erlent

FBI varð vitni að pyntingum

Útsendarar alríkislögreglunnar FBI urðu vitni að mjög ofbeldisfullum yfirheyrslum yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í fangelsinu á Guantanamo-flóa á Kúbu árið 2002 og vara við því að sambærilegar yfirheyrslur kunni að hafa átt sér stað í Írak eftir Abu-Ghraib hneykslið. Þetta kemur fram í skjölum sem AP-fréttastofan komst nýlega yfir. Í bréfi dagsettu 14. júlí á þessu ári segir m.a. að í ákveðnum tilvikum hafi fangar lagst í gólfið og hreinlega grátið af sársauka í kjölfar pyntinga við yfirheyrslur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×