Erlent

Líklega eitrað fyrir Júsjenko

Austurrískur læknir sem stjórnar rannsókninni á því hvort hugsanlega hafi verið eitrað fyrir Viktori Júsjenko, forsetaframbjóðanda í Úkraínu í aðdraganda kosninganna, segist ekki geta útilokað þann möguleika. Breska dagblaðið Times segir í dag að það sé aðeins tímaspursmál hvenær læknarnir finni út hvert efnið sé sem orðið hafi þess valdandi að andlit Júsjenkos hefur afmyndast á undanförnum mánuðum. Ekki þykir leika neinn vafi á því að Júsjenko hafi vísvitandi verið byrlað eitur og ætlunin hafi verið að ráða hann af dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×