Erlent

Japanskir hermenn áfram í Írak

Ríkisstjórn Japans samþykti í gær að framlengja dvöl japanskra hermanna í Írak í allt að eitt ár, þrátt fyrir harða andstöðu almennings í landinu. Yfir 60 prósent Japana vilja að hermennirnir fari heim á nýjan leik en Koizumi, forsætisráðherra Japans, er dyggur stuðningsmaður George Bush og hefur hann fórnað töluverðum vinsældum heima fyrir til þess að styðja leiðtogann í vestri. Ríflega 500 japanskir hermenn eru nú að störfum í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×