Erlent

Líkja eftir Mars í miðri Moskvu

Rússneskir vísindamenn leita nú að sex sjálfboðaliðum sem eru reiðubúnir að láta loka sig af í sérsmíðaðri vísindastofu í 500 daga án þess að stíga nokkurn tíma út meðan á dvölinni stendur. Þar á að líkja eftir skilyrðum sem geimfarar á Mars þyrftu að kljást við og er tilraunin hugsuð sem undirbúningur að slíkri ferð. Sjálfboðaliðarnir fá með sér fimm tonn af mat og þrjú tonn af vatni sem verður hreinsað eins oft og þörf krefur svo hægt sé að nýta það aftur. Þá verður aðstaða til að rækta matjurtir í vísindastofunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×