Erlent

Heimsmet í maraþongríni

Grínisti frá Kólombíu hefur slegið heimsmetið í maraþongríni. Hinn glaðlyndi Joze Ordonez sló sitt eigið met með því að reita af sér níu þúsund brandara í útvarpi í meira en 65 klukkustundir sleitulaust. Eina hvíldin sem grínarinn úthaldsgóði fékk voru þrjár mínútur á hverjum klukkutíma. Milljónir áheyrenda víðs vegar um Kólombíu hlýddu á viðtækin á meðan á gríninu stóð, auk þess sem nokkur hundruð manns gerðu sér ferð í hljóðverið þar sem verknaðurinn fór fram. Lið lækna fylgdist með líðan Ordonez á meðan hann reitti af sér brandarana, en sem betur fór reyndist þeirra ekki þörf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×