Erlent

Ný lög samþykkt í Úkraínu

Úkraínska þingið samþykkti fyrir stundu lög og stjórnarskrárbreytingar sem heimila að forsetakosningarnar í landinu verði endurteknar. 402 af 450 þingmönnum samþykktu frumvarp sem koma á í veg fyrir að kosningasvindl verði með sama hætti og þegar kosið var í nóvember. Ekkert verður af fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Úkraínu en hann átti að fara fram á morgun. Ástæðan er stjórnmálaástandið í landinu. Þetta þykir til merkis um versnandi samskipti Vesturlanda við Úkraínustjórn sem er mjög hliðholl Rússum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×