Erlent

Vill ganga frá stjórnarmyndun

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hvatti flokksmenn sína í Líkúd-bandalaginu til þess í dag að greiða atkvæði með stjórnarsamvinnu Líkúd og Verkamannaflokksins. Ef þeir gera það ekki verður að efna til kosninga með hraði og það gæti gert að engu áætlanir hans um að flytja ísraelska landnema frá Gasasvæðinu. Búist er við að miðstjórn Líkúd-bandalagsins fallist á að leyfa Sharon að hefja viðræður við Verkamannaflokkinn um myndun þjóðstjórnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×