Erlent

2 handteknir vegna Madrídar-árása

Lögregla á Spáni handtók í morgun tvo menn í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Madríd þann 11. mars á þessu ári. Mennirnir, sem eru af egypsku og sýrlensku bergi brotnir, eru sagðir hafa tengsl við sjö af þeim mönnum sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengjum í lestum í Madríd þann dag. Þrjátíu menn hafa verið handteknir og sumir ákærðir í tengslum við rannsókn málsins. Flestir þeirra eru frá Norður-Afríku og að sögn rannsóknardómarans sem stýrir rannsókninni töldu þeir sig hermenn í heilögu stríði gegn Vesturlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×