Fleiri fréttir

Glatist gögn verður upplýsingaréttur almennings ekki virkur

Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur.

Hafa fengið fjöl­margar á­bendingar um lé­legar bruna­varnir

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög.

Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónur króna í miskabætur.

Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa

Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs.

UN Women tíu ára í dag

Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women.

Sakfelldur fyrir árás á Rauða húsinu

Manni sem sló annan í andliti með glasi á veitingastað á Eyrarbakka vorið 2017 hefur nú verið gert að greiða fórnarlambi sínu rúma hálfa milljón króna í bætur auk þess að hann hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju

Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi

Xi óskar Guðna til hamingju

Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi.

Fá átta milljónir vegna mistaka hjá Umboðsmanni skuldara

Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016.

Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega

Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið.

60 metra brú yfir Eyjafjarðará vígð

Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Á sama tíma var tilkynnt að brúin fái heitið Vesturbrú.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir