Glatist gögn verður upplýsingaréttur almennings ekki virkur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Njörður Sigurðsson er sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur. Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur skjalavarsla og skjalastjórnin ríkisins í heild farið stöðugt batnandi á síðustu árum en rafræn skjalavarsla situr á hakanum. „Við höfum aðeins fengið til varðveislu um 3% af öllum rafrænum gagnakerfum ríkisins hingað til Þjóðskjalasafns,“ sagði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Þrjú prósent, það er svakalega lág tala. Eru þetta ekki ákveðin vonbrigði? „Jú vissulega. Við hófum að taka við rafrænum gögnum fyrir tíu árum. Árið 2010 þannig það hefur ekki mikið áunnist á þessum tíu árum. Við höfum tekið við 40 rafrænum gagnakerfum á þessum tíu árum sem eru um það bil þrjú prósent,“ sagði Njörður. Þjóðskjalasafn Íslands. Verði ekki gripið inn í er hætta á að gögn og upplýsingar glatist. „Almenningur hefur rétt á að fylgjast með athöfnum hins opinbera og ef að gögn eru ekki til staðar, ef þau varðveitast ekki og eru ekki til staðar þegar á þarf að halda þá er upplýsingarétturinn ekki virkur,“ sagði Njörður. „Hér á Þjóðskjalasafninu finnur maður ilminn af gömlum pappír. Hér sjáum við einn hillumeter af skjölum en á þjóðskjalsafninu öllu eru um 44 þúsund hillumetrar af skjölum en það samsvarar vegalengdinni héðan og til Hveragerðis,“ Það eru einkum heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti sem standa illa þegar kemur að því að uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Njörður segir nauðsynlegt að bregðast við fljótt og ráðast í átak í vörslu rafrænna skjala en ríkið þurfi að móta stefnu í þeim málum. Menning Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur. Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur skjalavarsla og skjalastjórnin ríkisins í heild farið stöðugt batnandi á síðustu árum en rafræn skjalavarsla situr á hakanum. „Við höfum aðeins fengið til varðveislu um 3% af öllum rafrænum gagnakerfum ríkisins hingað til Þjóðskjalasafns,“ sagði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Þrjú prósent, það er svakalega lág tala. Eru þetta ekki ákveðin vonbrigði? „Jú vissulega. Við hófum að taka við rafrænum gögnum fyrir tíu árum. Árið 2010 þannig það hefur ekki mikið áunnist á þessum tíu árum. Við höfum tekið við 40 rafrænum gagnakerfum á þessum tíu árum sem eru um það bil þrjú prósent,“ sagði Njörður. Þjóðskjalasafn Íslands. Verði ekki gripið inn í er hætta á að gögn og upplýsingar glatist. „Almenningur hefur rétt á að fylgjast með athöfnum hins opinbera og ef að gögn eru ekki til staðar, ef þau varðveitast ekki og eru ekki til staðar þegar á þarf að halda þá er upplýsingarétturinn ekki virkur,“ sagði Njörður. „Hér á Þjóðskjalasafninu finnur maður ilminn af gömlum pappír. Hér sjáum við einn hillumeter af skjölum en á þjóðskjalsafninu öllu eru um 44 þúsund hillumetrar af skjölum en það samsvarar vegalengdinni héðan og til Hveragerðis,“ Það eru einkum heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti sem standa illa þegar kemur að því að uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Njörður segir nauðsynlegt að bregðast við fljótt og ráðast í átak í vörslu rafrænna skjala en ríkið þurfi að móta stefnu í þeim málum.
Menning Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira