Dæmdur fyrir að brjóta gegn barnsmóður sinni fyrir framan dóttur þeirra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2020 16:16 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þriggja mánaða, skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að barnsmóður sinni að kvöldi 16. febrúar 2018 fyrir framan dóttur þeirra. Í dóminum segir að maðurinn hafi lagt barnsmóður sína í gólfið með valdi „svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin.“ Þá segir að dóttir mannsins hafi verið viðstödd þegar brotið átti sér stað, og hafi hann því beitt hana ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi. Teldust brot hans varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Við ákvörðun refsingar hafði sakaferill mannsins ekki áhrif, en hann hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. Litið var til þess að maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og hjá lögreglu. Eins var litið til þess að maðurinn hefur glímt við andleg veikindi og áfengisfíkn. „Hér fyrir dómi kvaðst hann iðrast gjörða sinna. Hann taki nauðsynleg lyf í dag og hafi verið edrú í rúmt ár,“ segir einnig í dóminum. Þó var litið til þess að háttsemi mannsins var alvarleg og ásetningur hans talinn einbeittur. Brot hans hafi verið framin á heimili brotaþola, í viðurvist ungrar dóttur þeirra. Hæfileg refsing var því talin þriggja mánaða fangelsisvist, sem fellur niður að liðnum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum þóknun upp á 114.700 krónur, og 44.900 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þriggja mánaða, skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að barnsmóður sinni að kvöldi 16. febrúar 2018 fyrir framan dóttur þeirra. Í dóminum segir að maðurinn hafi lagt barnsmóður sína í gólfið með valdi „svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin.“ Þá segir að dóttir mannsins hafi verið viðstödd þegar brotið átti sér stað, og hafi hann því beitt hana ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi. Teldust brot hans varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Við ákvörðun refsingar hafði sakaferill mannsins ekki áhrif, en hann hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. Litið var til þess að maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og hjá lögreglu. Eins var litið til þess að maðurinn hefur glímt við andleg veikindi og áfengisfíkn. „Hér fyrir dómi kvaðst hann iðrast gjörða sinna. Hann taki nauðsynleg lyf í dag og hafi verið edrú í rúmt ár,“ segir einnig í dóminum. Þó var litið til þess að háttsemi mannsins var alvarleg og ásetningur hans talinn einbeittur. Brot hans hafi verið framin á heimili brotaþola, í viðurvist ungrar dóttur þeirra. Hæfileg refsing var því talin þriggja mánaða fangelsisvist, sem fellur niður að liðnum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum þóknun upp á 114.700 krónur, og 44.900 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira