Dæmdur fyrir að brjóta gegn barnsmóður sinni fyrir framan dóttur þeirra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2020 16:16 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þriggja mánaða, skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að barnsmóður sinni að kvöldi 16. febrúar 2018 fyrir framan dóttur þeirra. Í dóminum segir að maðurinn hafi lagt barnsmóður sína í gólfið með valdi „svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin.“ Þá segir að dóttir mannsins hafi verið viðstödd þegar brotið átti sér stað, og hafi hann því beitt hana ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi. Teldust brot hans varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Við ákvörðun refsingar hafði sakaferill mannsins ekki áhrif, en hann hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. Litið var til þess að maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og hjá lögreglu. Eins var litið til þess að maðurinn hefur glímt við andleg veikindi og áfengisfíkn. „Hér fyrir dómi kvaðst hann iðrast gjörða sinna. Hann taki nauðsynleg lyf í dag og hafi verið edrú í rúmt ár,“ segir einnig í dóminum. Þó var litið til þess að háttsemi mannsins var alvarleg og ásetningur hans talinn einbeittur. Brot hans hafi verið framin á heimili brotaþola, í viðurvist ungrar dóttur þeirra. Hæfileg refsing var því talin þriggja mánaða fangelsisvist, sem fellur niður að liðnum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum þóknun upp á 114.700 krónur, og 44.900 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þriggja mánaða, skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að barnsmóður sinni að kvöldi 16. febrúar 2018 fyrir framan dóttur þeirra. Í dóminum segir að maðurinn hafi lagt barnsmóður sína í gólfið með valdi „svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin.“ Þá segir að dóttir mannsins hafi verið viðstödd þegar brotið átti sér stað, og hafi hann því beitt hana ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi. Teldust brot hans varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Við ákvörðun refsingar hafði sakaferill mannsins ekki áhrif, en hann hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. Litið var til þess að maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og hjá lögreglu. Eins var litið til þess að maðurinn hefur glímt við andleg veikindi og áfengisfíkn. „Hér fyrir dómi kvaðst hann iðrast gjörða sinna. Hann taki nauðsynleg lyf í dag og hafi verið edrú í rúmt ár,“ segir einnig í dóminum. Þó var litið til þess að háttsemi mannsins var alvarleg og ásetningur hans talinn einbeittur. Brot hans hafi verið framin á heimili brotaþola, í viðurvist ungrar dóttur þeirra. Hæfileg refsing var því talin þriggja mánaða fangelsisvist, sem fellur niður að liðnum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum þóknun upp á 114.700 krónur, og 44.900 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira